Vond umsókn

Sigríður Á. Andersen
Sigríður Á. Andersen

„Undanfarin ár hafa reglulega borist fréttir af því að Evrópusambandið og samninganefnd Íslands hafi opnað tiltekna „kafla“ í samningaviðræðum um aðild Íslands að sambandinu. Nú hefur alls 21 kafli verið opnaður af þeim 33 sem semja þarf um“, segir Sigríður Á. Andersen varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag.

Með fréttunum fylgir svo að hinn tiltekni kafli hafi þó að mestu leyti verið um mál sem Íslendingar hafi þegar „innleitt“ með EES-samningnum og nær enginn ágreiningur sé um, segir varaþingmaðurinn og bætir við - Hins vegar á enn eftir að opna kafla um meginhagsmuni Íslendinga, líkt og sjávarútveg.

Í grein sinni segir Sigríður m.a.: „Áætlað hefur verið að aðildarviðræðurnar muni kosta íslenska skattgreiðendur hátt í einn milljarð króna. Með öðrum orðum er búið að eyða mörgum árum og enn fleiri milljónum króna í samningahjal um mál sem flest eru léttvæg á meðan stóru málin sitja á hakanum. Auðvitað hefði verið eðlilegt að ákafamenn um inngöngu Íslands í ESB settu það sem skilyrði í samningaviðræðunum að mikilvægustu hagsmunir Íslendinga yrðu ræddir fyrst“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert