Ögmundur fékk 54% í 1. sætið

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra mbl.is/Árni Sæberg

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sigraði í forvali VG í SV-kjördæmi (Kraganum). Hann fékk atkvæði 261 atkvæði í fyrsta sæti eða 54% af þeim sem greiddu atkvæði. Aðeins munaði 60 atkvæðum á honum og Ólafi Þór Gunnarssyni varaþingmanni.

1174 voru á kjörskrá en 487 kusu eða 41,6% Sjö seðlar voru ógildir.

Úrslit forvalsins voru eftirfarandi:

1. Ögmundur Jónasson fékk 261 atkvæði í 1. sæti.

2. Ólafur Þór Gunnarsson læknir fékk 234 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fjölmiðlafulltrúi fékk 249 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Margrét Pétursdóttir verkakona fékk 295 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur fékk 329 atkvæði í 1.-5. sæti

6. Garðar H. Guðjónsson blaðamaður fékk 337 atkvæði í 1.-6. sæti

Reglur VG gera ráð fyrir að boðnir séu fram fléttulistar á vegum flokksins en það þýðir að Rósa Björk verður væntanlega í öðru sæti framboðslistans.

Vinstri grænir fengu tvo þingmenn kjörna í SV-kjördæmi í síðustu kosningum, Guðfríður Lilju Grétarsdóttur og Ögmund Jónasson. Guðfríður Lilja sækist ekki eftir endurkjöri.

Frétt VG um úrslitin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert