Töpuðu 274 milljörðum

Halldór Grönvold.
Halldór Grönvold.

„Þetta lýsir siðleysi. Menn eru að skjóta sér undan því að standa undir þeim skuldbindingum sem gert er ráð fyrir að þeir sem stunda atvinnustarfsemi standi við,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.

Tilefnið er rannsókn ASÍ á kennitöluflakki og afleiðingum þess fyrir launþega og birgja.

Creditinfo tók saman tölur fyrir ASÍ en þær sýna að kröfum að andvirði 280,8 milljörðum króna var lýst í þrotabú á tímabilinu frá 1. mars 2011 til 1. mars 2012. Fengu kröfuhafar þar af aðeins 6,7 milljarða, eða 2,39%, upp í kröfur í þrotabúin.

Halldór telur þessar tölur vitna um að siðferði margra íslenskra athafnamanna sé áfátt. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir undanskot með kennitöluflakki mikið vandamál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert