Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu

Hanna Birna kristjánsdóttir
Hanna Birna kristjánsdóttir mbl.is

Hanna Birna Kristjánsdóttir útilokar ekki að gefa kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum síðar meir en að svo komnu máli ætlar hún að einbeita sér að því ná sigri flokksins í höfuðborginni og segist virða niðurstöðu síðasta landsfundar.

Hanna Birna hreppti fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór um helgina og hlaut þar mikla yfirburðakosningu, með 74% atkvæða. Ýmsir hafa sagt afgerandi sigur hennar veikja stöðu Bjarna Benediktssonar sem formaður, en hann naut um 54% stuðnings í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. 

Aðspurð hvort hún muni bjóðast aftur til að leiða flokkinn í ljósi úrslita helgarinnar segist Hanna Birna ekki útiloka að gefa kost á sér til formennsku á einhverjum tímapunkti en hún hafi þegar gefið kost á sér sem valmöguleika við Bjarna. „Það framboð var eingöngu til að gefa landsfundi val um hver leiddi flokkinn í komandi alþingiskosningum. Þrátt fyrir að ég fengi mikinn stuðning þá var niðurstaðan sú að formaðurinn náði endurkjöri.“

Hanna Birna segist virða þá niðurstöðu landsfundar. „Bjarni Benediktsson ætlar að gefa kost á sér aftur sem formaður á næsta landsfundi og þann fund munu að mestu skipa sömu einstaklingar og veittu honum umboð til forystu síðast.

Frekar en að fara aftur fram gegn sitjandi formanni mun ég beita öllum mínum kröfum í að leiða okkur til sigurs hér í höfuðborginni. En breytist forsendur síðar mun ég ekki skorast undan ábyrgð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert