Hverjir leiða þjóðina út úr ógöngunum?

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

„Samfylkingin bar sinn hluta ábyrgðarinnar á hrunstjórninni. Til þess að komast hjá því að líta í eigin barm og finna skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir hrun bankakerfisins fór flokkurinn þá leið í kosningabaráttunni vorið 2009 að kenna þjóðinni allri um útrásina og hrunið,“ segir Ásmundur Einar Daðason alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Útmálað var að Íslendingar kynnu ekki fótum sínum forráð og yrðu að sækja eftir aðstoð ESB segir Ásmundur Einar og vegna taugaveiklunarinnar í kjölfar gjaldþrots bankanna var ESB-aðild flaggað sem allsherjarlausn og með því vann Samfylkingin varnarsigur. Flokkurinn fékk þó ekki nema rúm 29 prósent atkvæðanna við síðustu kosningar og var eini flokkurinn sem án fyrirvara boðaði aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Lokaorð þingmannsins eru þessi: „Þjóðin er mótfallin þeirri utanríkisstefnu sem ríkisstjórnin boðar og bíður eftir forystu. Nú er að raðast upp á framboðslista stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningar næsta vor. Stóra spurningin er hvaða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar ætla að fylgja meirihluta þjóðarinnar og taka þátt í því að leiða hana út úr þessum ógöngum?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert