400 milljónir í sóknaráætlun 2013

Ríkisstjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti framlög til sóknaráætlunar landshluta 2013.
Ríkisstjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti framlög til sóknaráætlunar landshluta 2013. mbl.is/Hjörtur

Skipting framlaga til sóknaráætlunar Íslands var afgreidd á fundi ríkisstjórnar Íslands í morgun vegna ársins 2013. Alls er um að ræða úthlutun á 400 milljónum króna sem skiptist á átta landshluta.

„Um er að ræða fé sem ætlað er að fullreyna það skipulag og vinnulag sem stýrinet allra ráðuneyta í samvinnu við Samband  íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga hafa unnið sameiginlega að síðustu tvö ár.

Fjármagnið er hluti af fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og kemur úr veiðileyfagjaldinu. Sóknaráætlanir landshluta byggjast á nýju verklagi og er ætlað að skapa traustan vettvang fyrir samskipti ríkis og landshluta og er ný nálgun í svæðasamvinnu og byggðaþróun sem nær til alls landsins,“ segir í frétt á vef Stjórnarráðs Íslands um málið.

Höfuðborgarsvæðið mest og Austurland minnst

Vesturland fær í heildina 45,9 milljónir eða 11,5%. Vestfirðir fá 50,3 milljónir eða 12,6%. Norðurland vestra fær 45,3 milljónir eða 10,8%. Norðurland eystra fær 50,6 milljónir eða 12,6%. Austurland fær 35,5 milljónir eða 8,9%. Suðurland fær 52,9 milljónir eða 13,2%. Suðurnes fá 45,3 milljónir eða 11,3% og höfuðborgarsvæðið fær 76,1 milljón eða 19%

Í frétt um málið á vef stjórnarráðsins má finna frekari upplýsingar um forsendur skiptingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert