„Áttu fótum sínum fjör að launa við að komast undan brotunum“

Jónína Brynja ÍS 55 brotin á strandstað. Ekki var hægt …
Jónína Brynja ÍS 55 brotin á strandstað. Ekki var hægt að bjarga bátnum en hægt var að ná verðmætum tæknibúnaði úr honum. mbl.is/Reimar

„Báturinn er að mestu ónýtur og honum verður ekki bjargað. Ef það gerir smánorðaustanátt á svæðinu mun skipið hverfa,“ segir Reimar Vilmundarson, skipstjóri á Sædísi ÍS, en hann fór ásamt fleirum að Straumnesi, norðan Aðalvíkur á Hornströndum, þar sem Jónína Brynja ÍS 55 strandaði í fyrrakvöld.

Farið var á strandstað til þess að reyna að bjarga verðmætum úr bátnum. „Það var mjög vont að lenda þarna og mikið brim,“ segir Reimar. Hann segir að þeir hafi náð að bjarga ýmsum tækjabúnaði sem farið var með til hafnar í Bolungarvík í gærkvöldi. Hluti verðmætanna varð eftir í landi, þó að búið væri að ná þeim úr bátnum.

,,Mennirnir fóru á land í slöngubát og reyndu að ná tækjum úr bátnum. Menn stóðu stundum alveg upp að mitti í sjó og áttu fótum sínum fjör að launa við að komast undan brotunum. Ef þeim hefði skolað út hefðu þeir ekki verið til frásagnar,“ segir Reimar um aðstæður þeirra sem fóru að bjarga búnaði á strandstað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert