Í hvers konar þjóðfélagi búum við?

Halldór Gunnarsson
Halldór Gunnarsson

„Fjögur ár hafa tapast. Ráðherrar hafa komið og farið. Ráðuneytum hefur verið steypt saman, til að fela ábyrgð og þyrla upp moðreyk, þar sem allt er rætt annað en meðferð stjórnvalda á heimilum og fyrirtækjum landsmanna,“ segir Halldór Gunnarsson, fyrrv. sóknarprestur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Halldór segir að þegar 60-70% heimila hafa misst allt sitt og um 5.000 heimili, sem skulda Íbúðalánasjóði, eru hætt að greiða af lánum og þær skuldir áætlaðar frá hruni um 7,5 milljarðar og almenningur treystir sér ekki til að taka verðtryggð lán hjá sjóðnum hljóti að vera ljóst hver vandi heimilanna er. Smáskammtalækningar duga ekki lengur.

Þá segir Halldór m.a. í grein sinni: „Þegar allt er tekið af þeim, sem reynt hafa að standa í skilum til að verja heimili sín og kostað til þess séreign sinni, þá er fátt eftir. Erlendis yrði gerð uppreisn. Reiðin er svo megn, að æ fleiri telja réttlætanlegt að svíkja lög og reglur landsins, – þess ríkis sem hefur svikið fólk í neyð.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert