VG lítur í eigin barm í kjölfar minni þátttöku

mbl.is/Ómar

Þátttaka í forvali Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina var mun minni en fyrir síðustu þingkosningar, vorið 2009. Tæplega sex hundruðum færri kusu í forvalinu nú en fyrir rúmum þremur árum.

Í Reykjavík kaus 1.101 félagi í VG í forvali flokksins í mars árið 2009. Í forvalinu sem haldið var nú um helgina greiddu aðeins 639 manns atkvæði. Þetta er fækkun um 462 manns eða 42%. Í Suðvesturkjördæmi var það sama uppi á teningnum. Þar tóku 769 manns þátt í forvali árið 2009 en 487 manns nú. Það er fækkun um 282 manns eða um 37%.

Að mati Daða Heiðrúnarsonar Sigmarssonar, formanns svæðisfélags VG í Reykjavík, er dræmri þátttaka líklega til marks um að áhugi á pólitík hafi almennt minnkað. „Þetta er áminning um að við þurfum að standa okkur betur. Við þurfum að líta í eigin barm og sjá hvað við getum bætt og gert betur. Við höfum ekki sérstakar áhyggjur af þessu,“ segir Daði í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert