Prófessor undrast vinnubrögð

Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ
Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ mbl.is/Ómar

„Ég spyr, er í alvöru ætlast til þess að hægt sé að vinna vandaðar umsagnir til þingnefnda á þessum fordæmalaust stutta fresti við meðferð Alþingis á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár, fresti sem á sér tæpast hliðstæður í meðferð venjulegra lagafrumvarpa jafnvel um smámál?“

Þannig spyr Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, í bréfi til þingnefnda sem óskuðu eftir umsögn hennar á nýju frumvarpi til stjórnskipunarlaga.

„Þótt ég kasti öllum öðrum verkefnum frá efast ég um að mér tækist að útbúa ásættanlega greiningu á þessum atriðum,“ skrifar Björg.

Nefndirnar óskuðu eftir áliti hennar og annarra sérfræðinga á frumvarpinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gaf öðrum þingnefndum frest til 10. desember nk. til að vinna umsögn um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert