Áhugasamir erlendir fjárfestar

Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare.
Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare. mbl.is

„Þetta lítur ágætlega út en enn er ekkert fast í hendi,“ segir Gunnar Ármannsson lögfræðingur sem undirbúið hefur byggingu sjúkrahúss og sjúkrahótels PrimaCare í Mosfellsbæ til að gera liðskiptaaðgerðir á erlendum sjúklingum.

Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í nokkur ár. Tekin hefur verið frá lóð á Leirvogstungumelum. Sjúkrahúsið verður sérhæft í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum.

Áætlað er að uppbyggingin kosti um 20 milljarða. Unnið hefur verið að fjármögnun og gengið á ýmsu. Gunnar segir að erlendur fjárfestir sem forgöngumenn verkefnisins hafi unnið með í eitt og hálft ár telji sig geta fjármagnað 75-85% af stofnkostnaði. Hins vegar hafi reynst erfiðara að útvega þau 15-25% sem upp á vantar en þau þurfa að koma fyrst inn og þeim fylgir mesta áhættan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert