Engin 13. hæð við Höfðatorg

Turninn við Höfðatorg.
Turninn við Höfðatorg. Reuters

„Einhver gæti sagt að við værum hjátrúarfullir, eins og margir sjómenn eru, en ég vil frekar segja að við berum virðingu fyrir ákveðnum hefðum.“

Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en útgerðarfyrirtækið hefur komið sér fyrir á 13. hæð turnsins við Höfðatorg með skrifstofur sínar í Reykjavík.

Skrifstofurnar eru hins vegar formlega sagðar á 14. hæðinni en sem kunnugt er hefur það almennt verið talið ólán að vera á 13. hæð í háhýsum. Þannig hefur það komið fram hjá talsmanni lyftuframleiðandans Otis að um 85% háhýsa í heiminum eru ekki með 13. hæðina skráða í lyftum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert