Ráðstefnuhaldarar flýja Ísland

„Það er engin spurning að þessi umræða um skattahækkanir hefur haft áhrif á ráðstefnuhaldara, ekki síst óvissan sem ríkir um hver skatturinn verður. Við höfum misst ráðstefnur úr landi og orðið nú þegar af miklum tekjum.“

Þetta segir Þorsteinn Örn Guðmundsson hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík, Meet in Reykjavik, en fram kom í umfjöllun sunnudagblaðs Morgunblaðsins að stórar ráðstefnur, sem til stóð að halda hér á landi, voru fluttar annað.

Þorsteinn segist vita um 800-1.000 manna ráðstefnu sem átti að halda hér á landi á næsta ári en var flutt til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Í tölvupósti frá ráðstefnuhaldara hafi m.a. verið minnst á óvissuna á Íslandi sem skýringu á ákvörðuninni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að talið sé að um 25 þúsund ferðamenn hafi sótt ráðstefnur, fundi og svonefndar hvataferðir hér á landi árlega hin síðari ár. Hver ráðstefnugestur skilar allt að þrefalt meiri tekjum en venjulegur ferðamaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert