20 manna sendinefnd frá Kína

Össur Skarphéðinsson tók á móti Wen Jiabao.
Össur Skarphéðinsson tók á móti Wen Jiabao. mbl.is/Ómar

Rúmlega 20 manna sendinefnd kemur frá Kína síðar í mánuðinum til viðræðna um fríverslunarsamning Íslands og Kína.

Lengi hefur verið rætt um fríverslunarsamning ríkjanna. Viðræðurnar lágu þó að mestu niðri frá bankahruni þar til Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í opinbera heimsókn hingað til lands í apríl. Þá var ákveðið að taka þráðinn upp að nýju.

Kínverska sendinefndin verður hér á landi dagana 18. til 20. desember til viðræðna við fulltrúa utanríkisráðuneytisins. 24 fulltrúar eru í kínversku nefndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert