Svart útlit hjá smábátum

Af vef smábátasjómanna
Af vef smábátasjómanna

„Við höfum aldrei heyrt jafn dökkt hljóð í smábátasjómönnum og nú. Það hringja margir og hljóðið er vægast sagt rosalega svart,“ sagði Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

Hann hefur verið viðloðandi sjávarútveg í 40 ár og man ekki jafnerfitt ástand og þessa dagana. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann vandann aðallega vera þríþættan. Í fyrsta lagi gerði „ótrúleg“ ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um ýsuafla mörgum smábátasjómönnum lífið nánast óbærilegt. Í öðru lagi væri hátt í þriðjungur af hrognum sem fengust á síðustu grásleppuvertíð enn óseldur.  

„Í þriðja lagi hrjáir menn umtalsvert verðfall á fiskafurðum. Verð á fiskmörkuðum hér heima hefur líka lækkað,“ segir Arthur meðal annars í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert