Jaðrar við ástarbréf til Íslands

Edward Hancox ásamt eiginkonu og barni.
Edward Hancox ásamt eiginkonu og barni.

Enskur lögreglumaður hefur mikinn hug á því að gefa út bók um upplifun sína af Íslandi. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar og lofar því á heimasíðu sinni að þetta verði besta bók sem skrifuð hefur verið um Ísland. 

Maðurinn heitir Edward Hancox og er 31 árs gamall lögreglumaður sem starfar í Schropshire á Englandi. Á heimasíðu bókarinnar sem nefnist, Iceland defrosted, segir hann frá því að hann sé ástafanginn af Íslandi.

Segist hann ekki skrifa um þorsk, eldfjöll eða fjármálakrísu. Heldur beinir hann sjónum að náttúrulegum laugum, vetrarstormum, vöfflum með rabarbarasultu og eilífum eltingaleik við norðurljósin.

„Hið raunverulega Ísland snýst um hlýju, vináttu, sköpun og mikil lífsgæði, sem gera þetta litla samfélag mjög sérstakt. Þetta er saga af þráhyggju sem jaðrar við ástarbréf og eilífa þrá fyrir þessum sérstaka stað,“ segir Edward á heimasíðu bókarinnar. Hann segist ætla að færa lesendum það sem hann segir að Ísland snúist um.

Hann segist hafa heimsótt Ísland oftar en hann þykist muna. Í fyrstu hafi hann hugsað um Ísland sem ævintýralegan stað til þess að heimsækja en nú finni hann þar griðastað til afslöppunar.

Hann segist þegar hafa skrifað bókina en nú þurfi hann fjármagn fyrir ritstjórn og prentun bókarinnar. 

Ætlar hann sér að reyna að safna 1500 pundum eða rúmum 307 þúsund íslenskum krónur og er þegar kominn með 150 pund til verksins þegar þetta er skrifað.   

Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu bókarinnar

Edward segir að Ísland sé eins og önd í laginu.
Edward segir að Ísland sé eins og önd í laginu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert