Ólafur Ragnar: Sjálfstæði er ekki stórslys

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að smáríkjum í norðanverðri Evrópu vegni vel. Í viðtali í fréttaskýringaþættinum Newsnight sem sýndur verður á BBC, þar sem fjallað var um sjálfstæði Skotlands, segir hann sjálfstæði smáþjóða geta verið leiðina til velsældar og góðs samfélags. Hins vegar sé það Skota að taka ákvörðun um sjálfstæði sitt. Skotar kjósa um sjálfstæði frá Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014.

Í frétt BBC segir að Ísland sé að vinna sig út úr því áfalli sem fjármálahrunið var og sé farið að sýna sterk batamerki.

Viðtalið við Ólaf Ragnar verður sýnt snemma í næstu viku. Í því segir forsetinn m.a. að Ísland sé umkringt farsælum smáþjóðum. Hann segir að sé litið um 100 ár aftur í tímann megi sjá að þjóðir hafa fengið sjálfstæði ein af annarri.

„Hvort Skotland fer þá leið er ákvörðun sem Skotar verða að taka.“

Hann tekur þó fram að þrátt fyrir erfiðleika sem margar þjóðir í Norður-Atlantshafi hafa þurft að ganga í gegnum, hafi þeim vegnað vel.

„Sjálfstæði er ekki stórslys, heldur getur verið leiðin til velsældar og góðs samfélags.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert