Viðræðurnar við ESB verði settar á ís

stækka

AFP

Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis lagði fram þingsályktunartillögu á fundi nefndarinnar í morgun um að viðræðurnar við Evrópusambandið um inngöngu Íslands í sambandið verði settar til hliðar og þær ekki hafnar að nýju nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þingsályktunartillagan var lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd auk Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn af flutningsmönnum tillögunnar, sagði á Alþingi í morgun að stefnt væri að því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi utanríkismálanefndar næstkomandi fimmtudag og hún tekin til efnilegrar meðferðar. Þingsályktunartillagan yrði síðan lögð fram í þinginu og vonandi samþykkt í kjölfarið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vakti máls á því að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið hefði tekið miklu lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi og enn hefðu stærstu viðræðukaflarnir ekki verið teknir fyrir um sjávarútveg og landbúnað. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og sagði tímabært að veita þeim þingmönnum sem samþykkt hefðu umsóknina á sínum tíma tækifæri til þess að endurmeta afstöðu sína.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnaði þingsályktunartillögunni og sagði ljóst að stóru kaflarnir yrðu ekki opnaðir fyrir þingkosningarnar í vor. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði tillöguna að sama skapi fagnaðarefni og að sífellt kæmi betur í ljós að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið.

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist telja að farsælast væri að ljúka viðræðunum við Evrópusambandið og leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hann sagðist þeirrar skoðunar að umræður í aðdraganda þjóðaratkvæðis um það hvort halda ætti áfram með umsóknina um inngöngu í sambandið yrði ekki upplýst og myndi einkennast af upphrópunum.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, sagði að Jón Bjarnason hefði ákveðið að ganga í lið með framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum í utanríkismálanefnd án þess að bera það fyrst undir þingflokk VG þvert á reglur. Hann sagði að allar ákvarðanir varðandi umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið á vettvangi VG hefðu til þessa verið teknar í samræmi við reglur flokksins og hann vænti þess að þannig yrði staðið að málum áfram.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka

Innlent »

Tvöfaldur næst

19:23 Enginn var með allar tölur réttar í lottóinu kvöld og verður potturinn því tvöfalur að viku liðinni. Alls eru tæpar sex milljónir króna í pottinum. Meira »

Einstök ölgerð leikur um 3. sætið

18:53 Íslenska ölgerðin Einstök etur nú kappi í heimsmeistarakeppni bjórsins á bresku bjórsíðunni Perfect Pint, en þar geta netverjar kosið sinn bjór til sigurs. Meira »

Bólusetning eina vörnin

18:50 Í ágúst 2008 var sænski blaðamaðurinn Svante Liden bitinn af skógarmítli og í kjölfarið veiktist hann af mítlaheilabólgu eða TBE. Nú, sex árum síðar, hefur bit mítilsins enn áhrif á daglegt líf Liden, en hann hefur barist fyrir því að fólk láti bólusetja sig fyrir TBE. Meira »

Flestir komnir í mark

18:48 Flestir þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu eru komnir í mark og er von á þeim síðustu á næsta klukkutímanum.  Meira »

Haukar keppa í rugby í fyrsta sinn

17:34 Sögulegur stund var á Hlíðarenda í dag þegar nýstofnað rugbylið Hauka lék sinn fyrsta keppnisleik á móti Rugbyfélagi Reykjavíkur. Meira »

Þurftu að vaða ísvatn á leiðinni

16:06 „Ég var að fara í mitt sjötta Laugavegshlaup og maður nær alltaf að gera aðeins betur og betur. Þetta gekk gríðarlega vel.,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, sigurvegari kvenna í Laugavegshlaupinu. Elísabet hljóp Laugaveginn á 5 klukkutímum, 34 mínútum og fimm sekúndum. Meira »

Fyrst að ljúka Gullhringnum

17:50 Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir úr Tindi sigruðu Kia Gullhringinn árið 2014.   Meira »

Kjötkveðjuhátíð á Ingólfstorgi

16:27 Eins og áður þegar kappleikir hafa verið á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu verður kveikt á risaskjánum á Arena de Ingólfstorg bæði í kvöld þegar leikið verður til þrautar um þriðja sætið á mótinu og eins á morgun þegar sjálfur úrslitaleikurinn fer fram. Verður þá blásið í tryllta sambastemningu. Meira »

Bréfið ekki eftir umboðsmann Alþingis

15:24 Morgunblaðið vill biðja lesendur sína afsökunar á rangfærslum í Reykjavíkurbréfi sunnudagsblaðsins, þar sem vitnað er til bréfs sem talið var að væri frá umboðsmanni Alþingis. Á daginn hefur komið að bréfið var ekki frá honum komið. Meira »

Fordæmir ofbeldi Ísraela myndskeið

15:17 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. Meira »

Hljóp Laugaveginn á mettíma

14:42 „Ég ætlaði að slá met, ég ætlaði ekki af stað öðru vísi,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson sem hljóp 55 km um öræfi Laugavegarins í dag á 4 klukkutímum, 7 mínútum og 47 sekúndum. Þar með sló hann metið í karlaflokki um 12 mínútur. Krapasnjór var í Hrafntinnuskeri og blautviðri alla leiðina. Meira »

Ánægja þrátt fyrir niðurskurð

14:01 Heilbrigðisþjónusta hérlendis hefur gjarnan þótt standast vel samanburð við önnur ríki á Vesturlöndum. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur hins vegar aðhald og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu leitt til þess að gagnrýni hefur aukist auk þess sem álag á þeim sem starfa þar hefur verið talið óhóflegt. Meira »

Alsæla á Eistnaflugi

13:21 Um 1800 manns eru staddir á Neskaupsstað þar sem árshátíð þungarokksins, Eistnaflug, hófst á miðvikudag og nær hápunkti sínum í kvöld þegar HAM stígur á svið. Meira »

Leiðnin að lækka í hlaupvatninu

12:22 Hlaupvatns frá jarðhitasvæðum undir Mýrdalsjökli gætir enn í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Há rafleiðni mælist enn í báðum ánum en nýjustu mælingar gefa til kynna að leiðnin sé tekin að lækka, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meira »

Yfirliðið er liðið sem ætlar yfir

11:51 Fimm kvenna sundteymi hyggst spreyta sig á því að synda boðsund yfir gervallt Ermasundið frá Englandi til Frakklands og aftur til baka í næstu viku, en engin önnur íslensk sundsveit hefur afrekað slíkt áður. Synt verður til styrktar AHC-samtökunum. Meira »

Þorbergur Ingi með forystu á Laugavegi

12:57 Alllt gengur vel í Laugavegshlaupinu sem ræst var í morgun kl.9 í Landmannalaugum. Veðrið í Þórsmörk er mjög gott, logn og sést öðru hvoru til sólar, að sögn talsmanna hlaupsins. Meira »

Þokan heillar eins og norðurljósin

12:06 „Ég hef aldrei skilið þegar menn bölva þokunni. Hún snarbreytir landslaginu og er ein af kennileitum Íslands sem vantar að nýta,“ segir Ívar Ingimarsson, sem fer fyrir hópi áhugamanna um Þokusetur á Austfjörðum. Meira »

Húsið verndað sama hvað

10:57 Sama hvernig litið er á var algerlega óheimilt að raska ríflega 100 ára gömlu húsi, sem varð fyrir skemmdarverkum í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. Þetta segir Þór Hjaltalín, minjavörður. Rannsókn á málinu stendur enn yfir. Meira »
Varahlutir í PAJERO o.fl. teg.
Eigum notaða varahluti í flesta Mitsubishi bíla svo sem Pajero, L200, Lancer, Ga...
Til sölu Afturljósasett á kerru
Ónotað ljósasett ca 123 cm á breidd Tilboð óskast Helga Lilja s:856-1772...
Lexus álfelgur 17x7 gatadeiling 114,3
Eru undan IS200. Passa á fleiri Lexusa og margar Toyotur, t.d. Rav 4, Auris, Cor...
HÚSBÍLL BENZ SPRINTER 316 CDI ÁRG. 2003
Sendibíll sem er smekklega innréttaður fyrir stuttu sem húsbíll. Er með gasmiðst...
 
Samningskaup 13262
Tilboð - útboð
SAMNINGSKAUP Reykja vík ur borg Inn ...
Blaðamaður
Fjölmiðlun
Viðskiptablaðamaður Morgunblaðið óska...
One hellisheiðavirkjun
Tilboð - útboð
ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur óskar ef...
12. júlí 2014 - 13259 og 13271
Tilboð - útboð
ÚTBOÐ Reykja vík ur borg Innkaupadei...