Óveður í Vatnsskarði eystra

Hálka eða snjóþekja  er víða á Austurlandi.  Á  Fjarðarheiði er þæfingsfærð, snjóþekja á Fagradal og hálka og snjókoma í Oddskarði. Í Vatnsskarði eystra er óveður og þæfingsfærð.

Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir á fjallvegum og töluverð hálka á Ströndum.

Norðvestanlands eru hálkublettir nokkuð víða og hálka í innsveitum. Hringvegurinn er þó að mestu greiðfær.

Á Norðurlandi eystra er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þó að mestu greiðfært með norðausturströndinni frá Húsavík að Vopnafirði.

Vegir um sunnan og vestanvert landið eru að mestu greiðfærir en þó erhálka í Grafningi og efst á Landvegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert