Jafnast á við undanfara snjóflóðsins 1995

Súðavík
Súðavík Af vef Bæjarins besta

„Hér tala menn um að snjókoman jafnist á við undanfara snjóflóðsins 1995. Þá hafði verið mjög gott veður í nokkra daga með miklu frosti og kala, en svo fór snjónum að kyngja niður,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, í samtali við Bæjarins besta.

Það er orðið verulega snjóþungt á norðanverðum Vestfjörðum og hefur veginum um Súðavíkurhlíð verið lokað. Ómar Már segir að á stundum sem þessum hugsi heimamenn um bættar samgöngur út frá öryggissjónarmiðum. Árið 1995 fórust 14 manns í snjóflóði sem féll á byggðina í Súðavík, en í dag er ekki búið í húsum sem eru á svokölluðum hættusvæðum.

„Það á enginn að vera í þeim húsum sem eru á skilgreindum hættusvæðum, enda er hætta á því að snjóflóð falli á þau svæði. Sú hætta er að myndast núna,“ segir Ómar, sem segir að sambærilegt veður hafi ekki gert á þessu svæði síðan þessa örlagaríku daga í janúar árið 1995. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert