Flugeldasala í fullum gangi

Flestir sölustaðir eru opnir til klukkan 22 í kvöld en …
Flestir sölustaðir eru opnir til klukkan 22 í kvöld en frá 10 til 16 á morgun, gamlársdag Af Facebooksíðu björgunarsveitarinnar Ársæls

Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í fullum gangi þrátt fyrir að liðsmenn björgunarsveita hafi haft í nægu að snúast að undanförnu við að aðstoða fólk.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru einhverjar björgunarsveitir enn að en það snýr aðallega að aðstoð við orku- og fjarskiptafyrirtækin. Aðrir björgunarsveitarmenn eru komnir á bak við afgreiðsluborðið á sölustöðum við að selja landsmönnum flugelda fyrir áramótin. Hún segir söluna ganga ágætlega enda veðurspáin góð víðast hvar fyrir gamlárskvöld.

Flestir sölustaðir verða opnir til klukkan 22 í kvöld en frá 10 til 16 á morgun, gamlársdag.

Venjulega fer um helmingur flugeldasölunnar fram eftir hádegi á gamlársdag og því gott að ljúka flugeldakaupum af í dag ef kaupa á skotelda fyrir áramótin til að forðast langar biðraðir á morgun.

Sölustaðir Slysavarnafélagsins Landsbjargar um allt land

Flugeldasala er ein helsta fjáröflun björgunarsveitanna.
Flugeldasala er ein helsta fjáröflun björgunarsveitanna. Af Facebooksíðu björgunarsveitarinnar Ársæls
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert