Lokað fyrir umferð um Eyrarhlíð

Frá rafmagnslausum Ísafirði í gær
Frá rafmagnslausum Ísafirði í gær Ljósmynd/Lára Ósk Óskarsdóttir

Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð um Eyrarhlíð á Ísafirði frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 8 í fyrramálið. Samkvæmt Almannavörnum voru send boð um lokunina á alla farsíma á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík. 

Notast var við kerfi neyðarlínunnar 112 í þessum tilgangi og hefur það virkað vel að sögn Almannavarna, eftir örlitla byrjunarörðugleika fyrr í vikunni. 

Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða er óhjákvæmilegt að skammta rafmagn á Ísafirði í kvöld, vegna mikils álags. Reynt verður eftir fremsta megni að halda rafmagni á íbúðarhúsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert