Beinbrot í hálkunni

mbl.is/Hjörtur

Hálkan hefur leikið marga grátt og í sumum tilfellum leitt til slysa. Þannig var tilkynnt um einstakling um klukkan ellefu í gærkvöldi sem hafði dottið á bifreiðastæði við Hyrjarhöfða í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Talið var að hann væri ökklabrotinn og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans með sjúkrabifreið.

Þá var annar einstaklingur að koma úr Sambíóunum í Mjóddinni skömmu eftir klukkan eitt í nótt þegar hann rann í hálku. Hann féll við það á klakabungu og var talið að hann hefði rifbeinsbrotnað. Var hann fluttur að sama skapi á slysadeild með sjúkrabifreið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert