Guðfríður Lilja hættir um áramótin

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur ákveðið að láta af þingmennsku um áramótin og tekur Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður, við sæti hennar á Alþingi fram að þingkosningum í vor.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðfríði Lilju en þar segir ennfremur að hún hafi sagt formlega af sér þingmennsku um hádegisbilið í dag með bréfi til forseta Alþingis um leið og hún hafi óskað þingheimi öllum heilla á nýju ári. Hún hafði áður lýst því yfir að hún sæktist ekki eftir endurkjöri eftir kosningarnar í vor og gaf ekki kost á sér í prófkjörum VG vegna þeirra.

Eins og fram kemur í tilkynningunni hefur Guðfríður Lilja verið formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá því haustið 2011 en áður var hún formaður þingflokks VG og formaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. Þá hefur hún Hún ennfremur átt sæti í utanríkismálanefnd þingsins og allsherjar- og menntamálanefnd þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert