Rætt um að samningar renni út 1. september

mbl.is/Kristinn

Þrátt fyrir að mikil samtöl hafi átt sér stað á milli fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að undanförnu vegna endurskoðunar kjarasamninga, hafa þær litlum árangri skilað enn sem komið er.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur samninganefnd launþegasamtakanna m.a. lagt fram hugmyndir um mögulegar leiðir til að styrkja kaupmátt þeirra hópa sem ekki hafa notið launaskriðs á árinu, þannig að þeir fái einhverjar viðbótarlaunahækkanir. Samið hefur verið áður um slíkt fyrirkomulag sem nefnt hefur verið baksýnisspegill og felur í sér launatryggingu til að bæta laun þeirra sem setið hafa eftir.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að til tals hafi komið sú krafa af hálfu launþegaforystunnar að verði samningum ekki sagt upp verði samningstíminn styttur og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði gildi aðeins til 1. september næstkomandi. Að óbreyttu renna samningarnir út 31. janúar 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert