Tímamótasamstarf á nýju ári

Frá gagnsetningu nýja blaðsins í gær. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, …
Frá gagnsetningu nýja blaðsins í gær. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, með nýja blaðið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um 200 manns lögðu leið sína í Landsprent, prentsmiðju Árvakurs, og þáðu veitingar þegar kynnt var í gær nýtt sérblað Morgunblaðsins, áramótablaðið Tímamót.

Blaðið er unnið í samstarfi við bandaríska dagblaðið The New York Times, og þar er birt efni frá báðum þessum blöðum.

Þeir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsinsog Kári Stefánsson, stjórnarformaður Íslenskrar erfðagreiningar, fluttu ræður í tilefni útgáfunnar og var gerður góður rómur að meðal viðstaddra. Páll H. Pálsson, stjórnarformaður Vísis, var valinn úr hópi viðstaddra til að ræsa prentvélina og fengu þeir að sjá prentun blaðsins í návígi. Að því loknu var öllum afhent eintak til að taka með sér.

Í hinu nýja áramótablaði má meðal annars lesa greiningar blaðamanna Morgunblaðsins og greinahöfunda The New York Times á komandi ári og horfum í stjórnmálum, samfélagi og efnahagslífi hérlendis og erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert