Ólafur gagnrýnir harðlega stjórnarskrárfrumvarpið

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. Sigurgeir Sigurðsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með harða gagnrýni á drög um nýja stjórnarskrá í nýársávarpi sínu í dag. Sagði hann að lítil umræða hefði farið fram um nýtt stjórnkerfi sem tillögurnar boða og þá „geisa djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hafa áréttað að margt sé óskýrt og flókið í tillögunum.“

Sagði Ólafur að frumvarpið að nýrri stjórnarskrá bæri með sér gagnleg ákvæði um þjóðaratkvæði, þjóðareign og mannréttindi, en að allt annað stjórnkerfi væri búið til sem „yrði tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert