Gæti þurft birgðasendingu

Síðustu fjóra daga hefur Vilborg Arna Gissurardóttir þurft að eiga við stóra og erfiða skafla á leið sinni á suðurpólinn. Einn reyndasti pólfari á þessum slóðum, sem er þessa dagana á göngu á sömu leið, segir færið aldrei hafa verið jafnerfitt í öllum sínum ferðum. Vilborg gerir ráð fyrir vera þrjá daga í viðbót í þessu færi.

Vilborg gæti þurft að fá birgðasendingu á næstu dögum til að verða ekki uppiskroppa með mat en hún gerir ráð fyrir að ná á pólinn eftir 12 daga. Hún segir það hafa verið svolítið skrýtið að hitta annan pólfara á leiðinni og að hún sé farin að sjá baðferð í hillingum. Vilborg ræddi við mbl. í síma í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert