Ísland er tifandi tímasprengja

Ísland er það sem heimsbyggðin á að óttast á nýju ári, ef marka má erlenda heimildarþætti þar sem fjallað er um eldvirkni á Íslandi. Í umfjöllun á vef New York Times segir að svo virðist sem að Ísland geti sprungið í loft upp á hverri sekúndu því hér á landi séu svo mörg virk eldfjöll.

„Nei, Ísland er ekki, að því er við best vitum, að vinna að þróun kjarnorku- eða efnavopna. Svo virðist sem að það geti sprungið í loft upp á hverri sekúndu því þar eru mörg eldfjöll og hefur gert það í gegnum söguna,“ segir í upphafi greinar sem Neil Genzlinger skrifar á vef New York Times í gær.

Hann segir að Public Broadcasting Service (PBS) sýni báða þættina í kvöld í Bandaríkjunum. Annar þeirra ber heitið Nova - Doomsday Volcanoes og hinn þátturinn er hluti af þáttaröð í sex hlutum sem heitir Life on Fire. Genzlinger segir að þættirnir geri mönnum ljóst að Ísland sé suðupottur sem er við það að fara fjandans til og að „Íslendingar eru ekki þeir einu sem eiga að hafa áhyggjur af þessu.“

Genzlinger segir að uppbygging þáttanna sé með svipuðu sniði og eflaust verði fólk orðið nægilega óttaslegið eftir að hafa aðeins horft á annan þeirra.

„Landið er svo óheppið að vera ofan á svæði þar sem tveimur flekum kemur ekki vel saman, sem leiðir til þess að þar eru mörg eldfjöll af mismunandi gerðum (já, það eru til mismunandi gerðir af eldfjöllum) sem gjósa óþægilega oft,“ skrifar Genzlinger.

Þá segir hann að í þáttunum byrji menn á að rifja upp árið 2010 þegar eldgos hófst í Eyjafjallajökli sem leiddi til mikillar röskunar á flugsamgöngum. Það hafði mikil áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki og aðra þætti efnahagslífsins. Í þáttunum er hins vegar tekið fram að gosið í Eyjafjallajökli hafi verið tiltölulega lítið og aðeins eitt af mörgum sem hafa orðið undanförnum öldum.

Breski leikarinn Jeremy Irons er sögumaður í Life on Fire. Hann segir frá því að í jarðsögulegu tilliti sé Ísland enn mjög ungt land sem sé enn í mótun. „Það er aðeins þegar eldgos hefur áhrif um allan heim, þegar við hin lærum eitthvað sem Íslendingar þekkja mjög vel: Þessi eldfjöll hafa ekki lokið sér af,“ segir Irons í þættinum.

Í þáttunum er rætt við eldfjallafræðinga sem hafa rannsakað íslensk eldfjöll og þeir reyna að spá fyrir um framtíðina. Ein þeirra er Hazel Rymer. Í þættinum Life on Fire segir hún að það sé erfitt að draga ályktanir varðandi atburði sem gerast á jarðsögulegum tíma sem byggir aðeins á vísindarannsóknum sem teygja sig aðeins nokkra áratugi aftur í tímann.

„Til að skilja það hvernig eldfjöll virka, þá verður þú að stunda mælingar eins lengi og þú mögulega getur,“ segir hún. „Mannsævi er ekkert samanburði við líftíma eldfjalla,“ bætir hún við.

Bent er á að menn geti skoðað þá atburði sem hafi átt sér stað en það sé ekkert sérlega hughreystandi. Vísað er til þess þegar Skaftáreldar hófust með eldgosi úr Lakagígum á Síðuafrétti árið 1783.Sem er talið eitt mesta eldgos á Íslandi.

Það leiddi til þess að langvarndi hungursneyðar og á Íslandi lést um fimmtungur þjóðarinnar. Talið er að a.m.k. ein milljón hafi látist í heiminum sem rekja megi til eldgossins á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Friðheimar fengu nýsköpunarverðlaun SAF

16:30 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir og líkamsárás

16:15 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 360 þúsund krónur í miskabætur til konu og karls vegna líkamsárásar og hótana. Er um að ræða konu sem maðurinn hafði áður átt stuttlega í sambandi við. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Miðpunktur Vesturbæjarins

15:55 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR Meira »

Málefnasamningur næst varla um helgina

15:50 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira »

Fundir númer sjö í næstu viku

15:38 Tveir fundir hafa verið boðaðir hjá ríkissáttasemjara í næstu viku í kjaradeilum flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair. Fundirnir eru þeir sjöundu í röðinni í báðum tilfellum. Meira »

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

15:09 Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Meira »

Bílvelta á Grindavíkurvegi

14:26 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bíll valt á á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Fór bíllinn tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Meira »

„Saklaus“ og alvarleg mistök

15:08 „Það sauð svolítið á mér þarna í gærkvöldi,“ segir Jóhannes Helgason, eiginmaður Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur, í samtali við mbl.is. Hann birti langa færslu á Facebook í gærkvöldi í kjölfarið á umdeildri færslu inni á facebooksíðu Ligeglad. Meira »

Greip tölvu og gekk út

14:18 Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Maður hafði gengið inn í verslunina og haft á brott með sér tölvu. Hann fór síðan inn á salerni og tók tölvuna úr umbúðunum. Meira »

Framtíð Bláfjallasvæðis ræðst af skýrslu

14:18 Skýrsla um vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu sem starfshópur á vegum Kópavogsbæjar er að vinna er væntanleg á næstunni. Frekari uppbygging til lengri framtíðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og í Þríhnjúkagígum ræðst af því hver niðurstaða skýrslunnar verður. Unnið hefur verið að henni í um eitt ár. Meira »

Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka

14:14 Borgarstjóri Reykjavíkur er ekki ábyrgur fyrir þeim skólpleka sem var vegna bilunar í skólpdælistöðinni við Faxaskjól, en vegna hans var miklu magni skólps veitt í sjóinn án hreinsunar. Þetta kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem kynnt var í borgarráði nýlega. Meira »

Jarðvarmastöðin að Þeistareykjum gangsett

14:13 Landsvirkjun gangsetti í dag 17. aflstöð sína að Þeistareykjum við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Meira »

Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

13:55 „Víðtækar breytingar eru að verða á hafinu – þegar kemur að hitastigi, hafstraumum og efnafræðilegum eiginleikum. Súrnun sjávar er raunveruleg og alvarleg ógn sem stafar að lífríki sjávar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Helmingi fleiri sendingar í kjölfar „Singles Day“

12:59 Töluverð aukning hefur orðið á milli ára í innlendri netverslun í kjölfar „Singles Day“ 11. nóvember sem kenndur er við einhleypa og hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Meira »

„Við höfum ekki fundið heita vatnið“

11:45 „Við höfum ekki fundið heita vatnið ennþá en við höfum fundið hita,“ segir Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna, en í Götu í Laugalandi í Holtum á Suðurlandi er verið að bora eftir 90 gráðu heitu vatni. Meira »

Meiri virkni en síðustu ár

13:42 „Það eru engin ummerki um gos núna,“ segir Hulda Rós Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands. Í gær fannst sterk brenni­steinslykt við Kvíaá, sem renn­ur und­an Kví­ár­jökli í suðaust­ur­hluta Öræfa­jök­uls en Hulda segir ekkert benda til goss. Meira »

Há rafleiðni og gas mælist við Múlakvísl

12:05 Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl. Rafleiðnin hefur verið að hækka verulega síðustu tvo daga og mælist nú 430 míkrósímens/cm á meðan lítið vatn er í ánni. Fólki er ráðlagt að vera ekki í nágrenni við ána að óþörfu og varast lægðir í landslagi. Meira »

Skólp fer í sjóinn í átta daga

11:30 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Til þess að verkið gangi eins hratt fyrir sig og mögulegt er verður unnið á vöktum allan sólarhringinn. Mælst er til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn á meðan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...