Ísland er tifandi tímasprengja

Ísland er það sem heimsbyggðin á að óttast á nýju ári, ef marka má erlenda heimildarþætti þar sem fjallað er um eldvirkni á Íslandi. Í umfjöllun á vef New York Times segir að svo virðist sem að Ísland geti sprungið í loft upp á hverri sekúndu því hér á landi séu svo mörg virk eldfjöll.

„Nei, Ísland er ekki, að því er við best vitum, að vinna að þróun kjarnorku- eða efnavopna. Svo virðist sem að það geti sprungið í loft upp á hverri sekúndu því þar eru mörg eldfjöll og hefur gert það í gegnum söguna,“ segir í upphafi greinar sem Neil Genzlinger skrifar á vef New York Times í gær.

Hann segir að Public Broadcasting Service (PBS) sýni báða þættina í kvöld í Bandaríkjunum. Annar þeirra ber heitið Nova - Doomsday Volcanoes og hinn þátturinn er hluti af þáttaröð í sex hlutum sem heitir Life on Fire. Genzlinger segir að þættirnir geri mönnum ljóst að Ísland sé suðupottur sem er við það að fara fjandans til og að „Íslendingar eru ekki þeir einu sem eiga að hafa áhyggjur af þessu.“

Genzlinger segir að uppbygging þáttanna sé með svipuðu sniði og eflaust verði fólk orðið nægilega óttaslegið eftir að hafa aðeins horft á annan þeirra.

„Landið er svo óheppið að vera ofan á svæði þar sem tveimur flekum kemur ekki vel saman, sem leiðir til þess að þar eru mörg eldfjöll af mismunandi gerðum (já, það eru til mismunandi gerðir af eldfjöllum) sem gjósa óþægilega oft,“ skrifar Genzlinger.

Þá segir hann að í þáttunum byrji menn á að rifja upp árið 2010 þegar eldgos hófst í Eyjafjallajökli sem leiddi til mikillar röskunar á flugsamgöngum. Það hafði mikil áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki og aðra þætti efnahagslífsins. Í þáttunum er hins vegar tekið fram að gosið í Eyjafjallajökli hafi verið tiltölulega lítið og aðeins eitt af mörgum sem hafa orðið undanförnum öldum.

Breski leikarinn Jeremy Irons er sögumaður í Life on Fire. Hann segir frá því að í jarðsögulegu tilliti sé Ísland enn mjög ungt land sem sé enn í mótun. „Það er aðeins þegar eldgos hefur áhrif um allan heim, þegar við hin lærum eitthvað sem Íslendingar þekkja mjög vel: Þessi eldfjöll hafa ekki lokið sér af,“ segir Irons í þættinum.

Í þáttunum er rætt við eldfjallafræðinga sem hafa rannsakað íslensk eldfjöll og þeir reyna að spá fyrir um framtíðina. Ein þeirra er Hazel Rymer. Í þættinum Life on Fire segir hún að það sé erfitt að draga ályktanir varðandi atburði sem gerast á jarðsögulegum tíma sem byggir aðeins á vísindarannsóknum sem teygja sig aðeins nokkra áratugi aftur í tímann.

„Til að skilja það hvernig eldfjöll virka, þá verður þú að stunda mælingar eins lengi og þú mögulega getur,“ segir hún. „Mannsævi er ekkert samanburði við líftíma eldfjalla,“ bætir hún við.

Bent er á að menn geti skoðað þá atburði sem hafi átt sér stað en það sé ekkert sérlega hughreystandi. Vísað er til þess þegar Skaftáreldar hófust með eldgosi úr Lakagígum á Síðuafrétti árið 1783.Sem er talið eitt mesta eldgos á Íslandi.

Það leiddi til þess að langvarndi hungursneyðar og á Íslandi lést um fimmtungur þjóðarinnar. Talið er að a.m.k. ein milljón hafi látist í heiminum sem rekja megi til eldgossins á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

Í gær, 19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

Í gær, 18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Í gær, 17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

Í gær, 19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

Í gær, 18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Í gær, 17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...