Ísland er tifandi tímasprengja

Ísland er það sem heimsbyggðin á að óttast á nýju ári, ef marka má erlenda heimildarþætti þar sem fjallað er um eldvirkni á Íslandi. Í umfjöllun á vef New York Times segir að svo virðist sem að Ísland geti sprungið í loft upp á hverri sekúndu því hér á landi séu svo mörg virk eldfjöll.

„Nei, Ísland er ekki, að því er við best vitum, að vinna að þróun kjarnorku- eða efnavopna. Svo virðist sem að það geti sprungið í loft upp á hverri sekúndu því þar eru mörg eldfjöll og hefur gert það í gegnum söguna,“ segir í upphafi greinar sem Neil Genzlinger skrifar á vef New York Times í gær.

Hann segir að Public Broadcasting Service (PBS) sýni báða þættina í kvöld í Bandaríkjunum. Annar þeirra ber heitið Nova - Doomsday Volcanoes og hinn þátturinn er hluti af þáttaröð í sex hlutum sem heitir Life on Fire. Genzlinger segir að þættirnir geri mönnum ljóst að Ísland sé suðupottur sem er við það að fara fjandans til og að „Íslendingar eru ekki þeir einu sem eiga að hafa áhyggjur af þessu.“

Genzlinger segir að uppbygging þáttanna sé með svipuðu sniði og eflaust verði fólk orðið nægilega óttaslegið eftir að hafa aðeins horft á annan þeirra.

„Landið er svo óheppið að vera ofan á svæði þar sem tveimur flekum kemur ekki vel saman, sem leiðir til þess að þar eru mörg eldfjöll af mismunandi gerðum (já, það eru til mismunandi gerðir af eldfjöllum) sem gjósa óþægilega oft,“ skrifar Genzlinger.

Þá segir hann að í þáttunum byrji menn á að rifja upp árið 2010 þegar eldgos hófst í Eyjafjallajökli sem leiddi til mikillar röskunar á flugsamgöngum. Það hafði mikil áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki og aðra þætti efnahagslífsins. Í þáttunum er hins vegar tekið fram að gosið í Eyjafjallajökli hafi verið tiltölulega lítið og aðeins eitt af mörgum sem hafa orðið undanförnum öldum.

Breski leikarinn Jeremy Irons er sögumaður í Life on Fire. Hann segir frá því að í jarðsögulegu tilliti sé Ísland enn mjög ungt land sem sé enn í mótun. „Það er aðeins þegar eldgos hefur áhrif um allan heim, þegar við hin lærum eitthvað sem Íslendingar þekkja mjög vel: Þessi eldfjöll hafa ekki lokið sér af,“ segir Irons í þættinum.

Í þáttunum er rætt við eldfjallafræðinga sem hafa rannsakað íslensk eldfjöll og þeir reyna að spá fyrir um framtíðina. Ein þeirra er Hazel Rymer. Í þættinum Life on Fire segir hún að það sé erfitt að draga ályktanir varðandi atburði sem gerast á jarðsögulegum tíma sem byggir aðeins á vísindarannsóknum sem teygja sig aðeins nokkra áratugi aftur í tímann.

„Til að skilja það hvernig eldfjöll virka, þá verður þú að stunda mælingar eins lengi og þú mögulega getur,“ segir hún. „Mannsævi er ekkert samanburði við líftíma eldfjalla,“ bætir hún við.

Bent er á að menn geti skoðað þá atburði sem hafi átt sér stað en það sé ekkert sérlega hughreystandi. Vísað er til þess þegar Skaftáreldar hófust með eldgosi úr Lakagígum á Síðuafrétti árið 1783.Sem er talið eitt mesta eldgos á Íslandi.

Það leiddi til þess að langvarndi hungursneyðar og á Íslandi lést um fimmtungur þjóðarinnar. Talið er að a.m.k. ein milljón hafi látist í heiminum sem rekja megi til eldgossins á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...