Barátta Blævar á Fox News

Björk Eiðsdóttir og dóttir hennar, Blær Bjarkardóttir. stækka

Björk Eiðsdóttir og dóttir hennar, Blær Bjarkardóttir. Ljósmyndari/Óskar Páll Elfarsson

Bandaríska fréttastöðin Fox News fjallar um baráttu 15 ára gamallar stúlku sem vill fá ógiltan úrskurð mannanafnanefndar um að hún megi ekki heita Blær. Blær er skráð sem „Stúlka Bjarkardóttir“ í þjóðskrá.

Fox News segir frá því að á Íslandi gildi sérstakar reglur um mannanöfn. Þau nöfn sem heimilt er að gefa barni eru á Mannanafnaskrá.

Í júní sl. var greint frá því á mbl.is að Blær hefði höfðað mál gegn Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra til að fá ógiltan úrskurð mannanafnanefndar. Þar kom fram að Blæ hefði verið gefið nafnið við skírnarathöfn en eftir skírnina uppgötvaði presturinn að nafnið var ekki á mannanafnaskrá.

Í frétt Fox News er rætt við Björk Eiðsdóttur, sem er móðir Blævar.

„Ég hafði ekki hugmynd um að nafnið væri ekki á listanum, hinum fræga nafnalista sem þú getur valið af,“ segir Björk í samtali við Fox. Hún bætir því við að hún þekki aðra konu sem heiti Blær og það hafi verið samþykkt árið 1973.

Björk segist vera reiðubúin að fara með málið alla leið til Hæstaréttar Íslands. Í frétt Fox News er talað um að von sé á niðurstöðu í dómsmálinu 25. janúar nk. en fram kemur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur að aðalmeðferð fari fram í málinu 21. janúar nk. Björk segir að Blær sé elski nafnið sitt.

Mannanafnanefnd hafnaði kvenmannsnafninu Blær nú þar sem það er skráð í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn.

Í fréttinni er einnig rætt við Ágústu Þorbergsdóttur, sem er formaður mannanafnanefndar. Hún segir að lögin séu skýr og í flestum tilvikum sé um einfalt já eða nei að ræða. Önnur mál geti verið flóknari.

„Það sem einum þykir vera fallegt, getur öðrum þótt ljótt,“ segir Ágústa. Hún tekur nafnið Satanía sem dæmi um óviðunandi nafn, því það sé of líkt Satan. 

Þá er fjallað um það hvernig listamaðurinn Birgir Örn Thoroddsen sótti um að fá að breyta nafni sínu í Curver, sem hann hefur notað frá því hann var unglingur. Hann segist hafa vitað að mannanafnanefnd myndi hafna umsókninni.

„Prince veitti mér innblástur sem breytti nafninu í Listamaðurinn sem var áður þekktur sem Prince og Puff Daddy sem breytti sínu nafni í P. Diddy og svo í Diddy án, að því er virðist, mikillar pælingar eða gagnrýni,“ segir Birgir. „Ég sótti um hjá nefndinni, en að sjálfsögðu fékk ég að heyra nei, eins og ég bjóst við,“ segir hann. 

Hann segist skilja að til séu reglur sem komi í veg fyrir að börn sé skírð eða nefnd Hundaskítur, en það sé undarlegt að fullorðinn einstaklingur geti ekki breytt sínu nafni í eitthvað sem hann vilji heita.

„Það er búið að leyfa svo mikið af undarlegum nöfnum, sem er svo svekkjandi af því að Blær er fullkomlega íslenskt nafn,“ segir Björk.

„Það ætti að vera almenn mannréttindi að fá að skíra barnið þitt það sem þú vilt, sérstaklega ef það skaðar ekki barnið þitt á nokkurn hátt,“ segir Björk að lokum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Varpar ljósi á alvarlega vanda

16:14 „Söfnun Bíós Paradísar varpar ljósi á þann vanda sem eigendur eða rekstraraðilar eldra húsnæðis standa frammi fyrir. Þeim ber engin skylda til að gera húsnæðið aðgengilegt en hafi þeir metnað til að bæta aðgengi er kostnaðurinn alfarið þeirra því að fáir eða engir sjóðir eru til sem hægt er að leita í vegna slíkra samfélagslegra verkefna sem ég vil kalla svo.“ Meira »

Brýnt að snúa vantrausti í tiltrú

15:59 „Hvernig ætlum við að tryggja sambærileg lífskjör í þessu landi og fólki bjóðast í nágrannalöndunum?“ spurði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Benti hann á að brottflutningur frá Íslandi hefði aukist á síðasta ári. Meira »

Segja tilboð SA gróflega afbakað

15:46 Tilboð SA felur í sér 23,5% hækkun dagvinnulaun á þriggja ára samningstíma. Innifalið í þeirri hækkun er 8% sérstök hækkun dagvinnulauna, samhliða auknum sveigjanleika vinnutíma og lækkun yfirvinnuálags. SA segir tilboð samtakanna hafa verið gróflega afbakað í fjölmiðlum af formanni SGS. Meira »

Tæplega 30 þúsund vilja kjósa

15:45 Samtals hafa 29.586 nöfn verið skráð í undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs. Meira »

Hvetur ráðherra til að auka kvóta

15:24 Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur sjávarútvegsráðherra til að auka strandveiðikvóta um 2.000 tonn, úr 8.600 tonnum í 10.600 tonn á þessari vertíð. Þetta kemur fram í bókin sem bæjarráðið samþykkti á fundi sínum í dag. Meira »

Veittu bifhjólamanni eftirför

15:11 Ökumaður bifhjóls mældist á 144 km hraða á Reykjanesbraut í gærkvöldi, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Lögreglan á Suðurnesjum gaf honum stöðvunarmerki en hann gaf þá í og ók áleiðis til Keflavíkur. Meira »

Ákæruvaldið þegar búið að sýkna mig

14:45 Magnús Guðmundson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, segir að ákæruvaldið sé þegar búið að sýkna hann af ákærum. Þetta megi lesa úr ákærunni á hendur honum og átta öðrum í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Meira »

Fékk mínus 25 þúsund í laun

14:51 Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir ljósmæður vera orðnar langþreyttar á verkfallinu, en margar þeirra fengu lítil sem engin laun um mánaðamótin. Ein ljósmóðir hafi fengið launaseðil upp á mínus 25.000 krónur, og svo hafi algeng launatala um mánaðamótin verið 24.500 krónur. Meira »

Kollsteypa fái allir allt

14:37 „Hverjir munu tapa mestu á kollsteypunni? Það eru þeir sem eru með lágu launin og þeir sem eru með hæstu skuldirnar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Meira »

Höfnuðu 30 þúsund króna hækkun

14:37 „Þessi fundur færði okkur ekki mikið nær lausn málsins,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), í samtali við mbl.is en samninganefnd SGS fundaði í dag með fulltrúum SA. Sambandið hafnaði launahækkun upp á tæplega 30 þúsund krónur á þremur árum. Meira »

„Elsta trikkið í bókinni“

14:26 Útreikningar saksóknara í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru „apaleikfimi með tölur,“ þar sem aðeins er tekið mið af hluta viðskipta á markaði, en stóra myndin ekki skoðuð. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fv. stjórnarformanni Kaupþings, við yfirheyrslur yfir honum í dag. Meira »

Eldurinn stefndi að íbúðarhúsum

13:46 Sinueldur sem kviknaði á svæði á milli Laxalindar, Krossalindar og Reykjanesbrautar í Kópavogi á öðrum tímanum í dag breiddist töluvert hratt út og stefndi um tíma að íbúðarhúsum. Slökkvilið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Útskrifa sama dag og Eurovision

13:28 Nokkrir framhaldsskólar hér á landi munu útskrifa nemendur laugardaginn 23. maí nk. eða sama dag og úrslitakeppni Eurovision fer fram. Verzlunarskóli Íslands er í þessum hópi, en útskriftin mun fara fram klukkan 13 en ekki 14 eins og undanfarin ár. Meira »

Símaskrá vekur athygli á táknmáli

12:59 Símaskrá 2015 er komin í dreifingu en að þessu sinni er útgáfa hennar í samstarfi við Félag heyrnarlausra. Markmið samstarfsins er að kynna og vekja athygli á táknmáli fyrir Íslendinga. Meira »

Sigurður hafnar öllum ásökunum

12:15 Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður Kaupþings, gat ekki boðið hluti í bankanum til sölu með fullri fjármögnun og í raun er salan og fjármögnunin tveir ólíkir hlutir og gat lánanefnd bankans alltaf hafnað útlánum, sama hvað yfirmenn bankans sögðu. Þetta sagði hann í dómsal í dag. Meira »

Munu hafa meira en óþægileg áhrif

13:15 „Við höfum fundið fyrir einhverju af afbókunum og það er töluvert verið að spyrja,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is spurður um möguleg áhrif fyrirhugaðra verkfalla Starfsgreinasambandsins (SGS). Meira »

Mun hafa töluverð áhrif á póstflutninga

12:58 Boðað verkfall Starfsgreinasambandsins mun hafa töluverð áhrif á póstflutninga á landsbyggðinni en sumir bílstjóranna flutningabíla Póstins sem aka um landið eru félagsmenn SGS. Fyrirhugað verkfall hefur ekki áhrif á flutning innan höfuðborgarsvæðisins né afgreiðslustaði. Meira »

Forseti Alþingis í Lettlandi

11:42 Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, var sérstakur gestur á hátíðarfundi lettneska þingsins í gær.   Meira »
Starcraft 1707
Fellihýsi árg. 2007 til sölu. Fortjald, markísa, ísskápur, eldavél, fylgja með...
Naglapakkar með öllu ásamt kennsludiski! Stórir og litlir á frábæru verði!
Erum með margar tegundir af naglapökkum til að gera neglur á sig og sína. Kennsl...
* Potturinn stefnir í 13 milljarða *
Þú getur spilað með í yfir 40 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Fallegur teak skenkur eftir meistara Svein Guðmundsson.
Fallegur teak skenkur eftir meistara Svein Guðmundsson. Skenkurinn hefur verið ...
 
Samaugl
Tilboð - útboð
*Nýtt í augl...
Eimskip: vélstjóri á flutningaskip
Önnur störf
vélstjóri á flutningaskip Eimskip ósk...
Ársfundur
Fundir - mannfagnaðir
Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa ...
S13-06 jarðvinna
Tilboð - útboð
SI3-06 Jarðvinna og undirstö...