Kirkjan safni fyrir sjúkrahúsið

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup. mbl.is/Golli

„Það er ekki komin nánari útfærsla í smáatriðum, þetta eru eiginlega ennþá hugmyndir sem er eftir að finna farveg fyrir. Ég mun eiga fund með forstjóra Landspítalans á næstu dögum, og með nokkrum fleiri, og þá skýrist þetta.“

Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í Morgunblaðinu í dag spurð út í fyrirhugaða söfnun til tækjakaupa fyrir Landspítalann.

Hún segir stefnt að því að fastmóta útfærsluna að söfnuninni í þessum mánuði. „Hvað kirkjuna varðar myndum við hefja söfnunina í messum sunnudagsins, fylgja henni eftir í vikunni og enda í stórri og mikilli landssöfnun laugardaginn á eftir. Þannig að þetta verður um viku ferli,“ segir Agnes um helstu hugmyndina. Söfnunin mun fara fram fyrrihluta þessa árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert