„Kjósendur VG hafa fengið gjörsamlega upp í kok“

Jón Bjarnason, alþingismaður.
Jón Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir skoðanakönnun sem mæli fylgi VG 9,1% sýna að kjósendur flokksins hafi fengið „gjörsamlega upp í kok.“

„Vissulega er þetta aðeins skoðanakönnun, skilaboð, en hún kemur okkur ekki á óvart, sem þekkjum vel til í grasrótinni,“ skrifar Jón á bloggsíðu sinni.

 „Kjósendur VG hafa fengið gjörsamlega upp í kok af þrákelkni þeirra forystumanna VG sem hafa keyrt þessa ESB-umsókn áfram, sumir undir þeim formerkjum að „kíkja í pakkann“. Sömu aðilar þykjast vera á móti aðild, en standa samt  að margvíslegum breytingum á stjórnsýslu og innviðum að kröfu ESB og þiggja milljarða króna frá sambandinu til aðlögunar íslensks samfélags að ESB,“ skrifar Jón.

  Jón segir þingmenn, forystufólk í félögum VG vítt og breitt um landið hafa séð sig knúið til að yfirgefa flokkinn.

„Til þess að bjarga VG frá hruni og endurvekja traust á baráttu fyrir grunngildum flokksins verður formaðurinn og aðrir forystumenn sem gengið hafa í björg ESB að brjótast undan því valdi og losa sig úr þeim álögum þegar í stað.

 Þarna er í raun ekkert val. Hér dugar enginn „heimiliskattaþvottur“, svo gengið sé í smiðju forsætisráðherra Samfylkingarinnar,“ skrifar Jón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert