Réttmætur lífeyrir skertur

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Kjaranefnd Félags eldri borgara mótmælir því harðlega, að  ríkisstjórnin skerði á ný í upphafi árs 2013 réttmæta hækkun lífeyris eldri borgara. ASÍ telur að lífeyrir aldraðra eigi að hækka um 11 þúsund kr. á mánuði í upphafi ársins vegna gildandi kjarasamninga en ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða aðeins hluta þeirrar fjárhæðar í hækkun lífeyris.

Í ályktun kjaranefndarinnar segir nú endanlega ljóst að ríkisstjórnin ætli að svíkjast um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1. júlí 2009, með tengingu lífeyrissjóðstekna við greiðslur grunnlífeyris, en tekið var fram í athugasemdum með frumvarpi um þá kjaraskerðingu að hún væri tímabundin og voru 3 ár nefnd í því sambandi.

 Kjaranefnd FEB krefst þess að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá 1. júlí 2009 verði þegar í stað afturkölluð. Jafnframt krefst kjaranefndin þess, að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði leiðréttur vegna kjaraskerðinga á tímabilinu 2009-2012 og lífeyrir hækkaður um 20% af þeim sökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert