Byrjaðir að leiðrétta lán

mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn er byrjaður að leiðrétta gengistryggð fasteignalán miðað við þau viðmið sem sett voru fram í tveimur hæstaréttardómum sem féllu á síðasta ári, febrúardómnum svonefnda og Borgarbyggðardómnum.

Leiðréttingarnar eru mjög mismunandi en að meðaltali lækkar höfuðstóll lánanna um 34% samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Landsbankinn segir að ekki sé enn ljóst hve margir lántakendur fái leiðréttingu, það muni skýrast eftir því sem fleiri dómar falla.

Í Morgunblaðinu í dag kemur einnig fram, að Arion banki hefur hafið vinnu við endurútreikning um tvö þúsund gengistryggðra lána og í desember var um 200 viðskiptavinum birt niðurstaðan. Hjá bankanum fengust þær upplýsingar að um væri að ræða lán sem féllu með nokkuð skýrum hætti undir fordæmi og forskrift dóma Hæstaréttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert