Fór upp á þak og neitaði að koma niður

Lögreglan á Ísafirði fékk aðstoð frá slökkviliði bæjarins um miðnætti í gærkvöldi við að ná karlmanni niður af húsþaki á Ísafirði. Sjónarvottar báru að maðurinn hefði sjálfur farið upp á þak og neitaði hann að koma aftur niður.

Í frétt Vestur.is, fréttaveitu Vestfjarða, segir að eftir að tilraunir lögreglu dugðu ekki til að fá manninn til að koma niður af sjálfsdáðum hafi verið brugðið á það ráð að fá körfubíl slökkviliðsins til að sækja hann.

Maðurinn féllst að lokum á að koma niður með aðstoð körfubílsins.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til, en hann var fluttur á brott í sjúkrabíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert