Mörg börn fá ekki fullt fæðingarorlof

Nýlega voru sett lög sem heimila einhleypum mæðrum sem hafa eignast börn með tæknifrjóvgun og einhleypum foreldrum sem hafa ættleitt börn eða tekið í fóstur að nýta sér fullan rétt til fæðingarorlofs. Hinsvegar getur fólk sem eignast hefur börn með hefðbundnum hætti t.a.m. einstæðar mæður sem sjá um börn sín án aðkomu föður, einungis fengið sex mánaða fæðingarorlof.

Kristín Tómasdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, segir ljóst að aðstæður séu mismunandi hjá foreldrum. Sú staða komi reglulega upp að annað foreldrið nýti sér ekki rétt sinn til að fara í fæðingarorlof og þá bitni það á barninu sem tapi tíma sem það eigi rétt á með foreldri í fæðingarorlofi. Því þyrfti breytingin að ná til stærri hóps.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert