Erfiðu kaflarnir verði ræddir síðast

Evrópuþingið í Strassborg. stækka

Evrópuþingið í Strassborg. AFP

„Þegar ég talaði um sjónarmið í viðtalinu þá átti ég augljóslega ekki við að eitthvað hefði verið ákveðið með undirritun á skjali eða einhverju slíku. Þetta er meira í ætt við sameiginlega niðurstöðu sem báðir aðilar komust að þannig að það er ekki hægt að tala um neina nákvæma tímasetningu eða nákvæmlega hvaða einstaklingar hafa komist að þessari niðurstöðu.“

Þetta segir Cristian Dan Preda, þingmaður á Evrópuþinginu og talsmaður utanríkismálanefndar þingsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í Evrópusambandið, í samtali við mbl.is. Preda var spurður út í þau ummæli hans í viðtali við vefmiðilinn Eyjan.is skömmu fyrir jól að það sjónarmið hafi að lokum orðið ofan á í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins að erfiðustu kaflarnir svonefndir í viðræðunum um inngöngu Íslands í sambandið, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, yrðu teknir fyrir síðast.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Hann var einnig spurður að því hvenær það hafi verið samþykkt og af hverjum.

„Síðara sjónarmiðið samþykkt“
„Það er rétt að á Íslandi og í Evrópusambandinu eru á sama tíma uppi ólíkar skoðanir um erfiðustu kaflana. Sumir segja að það hefði verið betra að opna erfiðu kaflana sem fyrst en hins vegar hafa aðrir sagt að það væri betra að taka erfiðu kaflana fyrir í lokin. Að endingu varð síðara sjónarmiðið samþykkt,“ sagði Preda í viðtalinu sem tekið var upp á myndband í Brussel og birt 22. desember síðastliðinn í tengslum við ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins um umsókn Íslands.

„Sú staðreynd að við ákváðum að taka erfiðustu kaflana fyrir í lokin er mjög góð lausn,“ sagði Preda ennfremur síðar í viðtalinu og bætti við að gott væri að halda þannig á málum til þess að sem mestur tími fengist til þess að fjalla um erfiðu kaflana, spurður að því hvernig hægt væri að segja að umsóknin væri á góðu róli í ljósi þess að þeir hefðu ekki enn verið teknir fyrir. Vildi hann eftir sem áður meina að viðræðurnar gengju vel.

ESB ekki skilað af sér skýrslunni
Skemmst er frá því að segja að lítið hefur þokast til þessa varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarkafla viðræðnanna líkt og fjallað hefur verið um hér á mbl.is og í heildina hafa viðræðurnar dregist mjög á langinn miðað við það sem lagt var upp með af stjórnvöldum. Þannig hefur til að mynda rýniskýrslan um sjávarútvegsmál, þar sem löggjöf Íslands og Evrópusambandsins er borin saman og greint hvað beri í milli, ekki verið afgreidd af sambandinu þrátt fyrir að hafa verið tilbúin í drögum síðan á fyrri hluta síðasta árs.

Rýniskýrslan er forsenda þess að hægt sé að hefja viðræður um sjávarútvegsmálin en samningsafstaða Íslands í málaflokknum liggur enn ekki fyrir að sögn meðal annars vegna þess að skýrslan hefur ekki skilað sér frá Brussel. Dráttur í þeim efnum hefur verið skýrður með makríldeilunni og yfirstandandi endurskoðun á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins en hins vegar hafa mjög misvísandi skilaboð borist um það hvort þetta tvennt hafi haft úrslitaáhrif á málið eða ekki.

Viðræðurnar dregist á langinn
Lengi vel var því haldið á lofti að ástæðan fyrir töfum varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann væri andstaða Jóns Bjarnasonar, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við umsóknina. Þó verður ekki séð að mikið hafi gerst í þeim efnum síðan Jón lét af embætti fyrir ári. Stefnt var að því í lok árs 2011 að búið væri að opna alla kafla viðræðnanna um mitt síðasta ár en því var síðan frestað til nýliðinna áramóta. Nú er hins vegar útlit fyrir að það verði í fyrsta lagi raunin í lok þessa árs verði viðræðunum haldið áfram eftir þingkosningarnar í vor.

Ýmsir forystumenn innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa kallað eftir því á kjörtímabilinu að sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflarnir yrði opnaðir sem fyrst og niðurstaða fengin í þær viðræður helst fyrir lok þess, til að mynda Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sem hefur að undanförnu ítrekað lýst vonbrigðum sínum með að kaflarnir hafi ekki verið opnaðir og að viðræðurnar í heild hafi dregist á langinn. Þá hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagt að hann hafi lagt á það áherslu við Evrópusambandið að erfiðustu kaflarnir yrðu teknir fyrir sem fyrst.

Óljóst hverjir hafi komið að málinu
Ekki fengust nákvæm svör við því hjá Preda hverjir hér á landi hafi verið á einn eða annan hátt aðilar að þeirri niðurstöðu að sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflarnir yrðu teknir fyrir síðastir en ekki fyrr í ferlinu né hvenær sú niðurstaða hafi legið fyrir. Hins vegar verður ekki betur séð af orðum hans en að um hafi verið að ræða einhvers konar niðurstöðu í samskiptum íslenskra ráðamanna og Evrópusambandsins.

Hverjir sem annars kunna að hafa komið að málinu hér á landi er í það minnsta ljóst ef marka má ummæli Preda að Evrópusambandið hefur það að yfirlýstri stefnu að erfiðustu kaflarnir svokallaðir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verði ekki teknir fyrir fyrr en í lok viðræðnanna um inngöngu Íslands í sambandið.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ljósmynd/Europa.eu

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Einnar gáttar stefna skaðar

08:17 „Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar.“ Meira »

Ákvörðun um þrengingu var frestað

07:57 Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að hefja kynningu á tillögu umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar að þrengingu á Grensásveg og gerð hjólastígs á götunni sunnan Miklubrautar. Meira »

Byggja upp jarðhitasvæði í Níkaragva

07:37 Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu milli ENEL, orkufyrirtækis Níkaragva, og fyrirtækisins Icelandic Geothermal Power SE um þróun auðlindagarðs á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoya og Mombacho. Meira »

Áhöfn Týs lögð af stað

07:02 Varðskipið Týr lagði úr Reykjavíkurhöfn rétt eftir hádegi í gær áleiðis í Miðjarðarhaf, suður af Ítalíu, þar sem skipið mun næstu tvo mánuði sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Ráðgert er að varðskipið verði á þeim slóðum út janúar. Meira »

Mengun á Melrakkasléttu

06:47 Búast má viðgasmengun norður af gosstöðvunum í Holuhrauni, frá Melrakkasléttu vestur yfir Tröllaskaga í dag.  Meira »

Vindstrengir við fjöll

06:45 Vegir eru að mestu auðir á landinu en þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum á Norðausturlandi einkum inn til landsins. Það er víða hvasst og vindstrengir við fjöll á Vesturlandi. Meira »

Átti ekki fyrir veitingunum

06:25 Ölvaður maður var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni um níu leytið í gærkvöldi en hann var búinn að fá afgreiddar veitingar sem hann gat ekki borgað fyrir.  Meira »

Nánast eldsneytislaus við lendingu

06:41 Betur fór en á horfðist í gærkvöldi er Cessna flugvél var snúið við á leið sinni frá Grænlandi til Íslands en óttast var að eldsneyti vélarinnar dygði ekki. Mikill viðbúnaður var hér á landi en vélin lenti heilu og höldnu í Kulusuk. Þá var einungis eftir eldsneyti fyrir 5 mínútna flug til viðbótar. Meira »

Gripin við hnupl í verslun

06:21 Kona í annarlegu ástandi var handtekin um átta leytið í gærkvöldi grunuð um hnupl í verslun í austurhluta Reykjavíkur.  Meira »

Ungmenni sluppu vel í umferðaróhappi

06:16 Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Ártúnsbrekku um hálf tvö leytið í nótt og ók á vegrið. Ökumaðurinn og fjórir farþegar í bifreiðinni sluppu við meiðsl en allir sem voru í bifreiðinni eru 16 og 17 ára. Meira »

Erum að dragast aftur úr

05:30 Íslendingar hafa dregist aftur úr nágrannaþjóðunum í útflutningi í sjávarútvegi á síðustu árum. Á sama tíma og útflutningsverðmæti sjávarafurða Færeyinga hefur tvöfaldast og Norðmanna þrefaldast hefur verðmæti útfluttrar sjávarvöru frá Íslandi nánast staðið í stað. Meira »

Stjórnin alltaf upplýst

05:30 Ekki er að sjá að samdráttur í starfsmannahaldi Ríkisútvarpsins hafi ennþá skilað sér í lægri launakostnaði fyrirtækisins. Þetta segir í minnisblaði um málefni RÚV sem Ríkisendurskoðun hefur sent fjárlaganefnd Alþingis. Meira »

Matur uppfyllir ekki manneldismarkmið

05:30 Maturinn í leikskólanum Sunnufold í Grafarvogi uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið samkvæmt úttekt foreldraráðs skólans. Meira »

13 milljarða aukning milli ára

05:30 Þrjár af helstu þjónustugreinum ferðaþjónustunnar voru í örum vexti á fyrstu átta mánuðum ársins og er veltan á tímabilinu farin að nálgast 100 milljarða í fyrsta sinn. Meira »

Lögin fyrst og sáttmálann svo

05:30 Staðan á Íslandi væri allt önnur og betri ef stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.  Meira »

Eiturgufur í lofti

05:30 Íbúar við Súðarvog í Reykjavík hafa kvartað undan efnamengun frá nýju sprautunarverkstæði í hverfinu en borgaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu. Meira »

Kvarta yfir ósanngjarnri samkeppni

05:30 Nátengd form menningarefnis sitja ekki við sama borð við skattlagningu hér á landi. Þannig eru bækur og tónlist í neðra þrepi virðisaukaskatts, en kvikmyndir og sjónvarpsefni í efra þrepi. Meira »

Andlát: Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði

05:30 Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði, lést síðastliðinn þriðjudag eftir erfið veikindi, 67 ára að aldri. Þorkell stundaði um árabil netaveiðar í Hvítá og kom upp sögusafni um veiðarnar. Meira »
KAUPMANNAHÖFN YNDISLEGAR ÍBÚÐIR
Kaupmannahöfn â€" yndislegar íbúðir. Tvær fullbún...
Toyota Yaris 1999 í góðu standi
Nýlega heilsprautaður, nýleg sumardekk og góð vetrardekk fylgja. Ný smurður og s...
FULL BÚÐ AF NÝJUM NÁTTFATNAÐI
Póstsendum. Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Lífstykkjabúðin, Laugavegi 8...
keyrsla.is Ódýr sendibílaþjónusta 820-3880
www.keyrsla.is er sendibíla og flutninga þjónusta. Bjóðum góða - persónulega þjó...
 
Vnr 1.222.256 göngubrýr
Tilboð - útboð
Útboð Faxaflóahafnir sf. óska eftir t...
Ditt apotek amfi os noregi: lyfjafræðingur - lyfsöluleyfishafi
Heilbrigðisþjónusta
Starf í Noregi Lyfsöluleyfishafi/lyfj...
Bókauppboð
Tilkynningar
Bókauppboð Bókin ehf ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, lei...