Leki á gjörgæslunni í haust

Töluvert vatnstjón varð á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut í haust vegna rigninga og asahláku. Húsnæði gjörgæslunnar er undir ströngu eftirliti sýkingavarna og engin merki hafa fundist þar um myglusvepp. Að sögn Björns Zoëga, forstjóra spítalans, hafa skemmdirnar nú verið lagfærðar en húsnæðismál spítalans hafa verið í fréttum að undanförnu vegna myglusvepps við suðurhlið hússins.

Áður kom fram að ástandið væri svona núna en hið rétta er að búið er að lagfæra skemmdirnar. Fram hefur komið að myglusveppur sem kominn er upp á Landspítalanum talin vera orsök að heilsuleysi hjá 10 manns sem starfa þar sem ástandið er verst við suðurhlið hússins sem byggt var árið 1926.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert