„Það er bara allt í salti“

Saltbíllinn sem valt.
Saltbíllinn sem valt. Ljósmynd/Aron Frank Leópoldsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fjórða tímanum í dag í kjölfar þess að vöruflutningabíl sem flutti salt valt í hringtorgi á Reykjanesbraut við Lækjargötu í Hafnarfirði. Engin slys urðu á fólki og eru slökkviliðsmenn enn að störfum á vettvangi. 

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði engar upplýsingar liggja fyrir um tildrög slyssins en þau eru til rannsóknar. Spurður um hvort það muni taka langan tíma þar til umferð kemst í samt lag þarna sagði hann: „Það er bara allt í salti þarna og það þarf að þrífa upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert