Gýgjarhólskot með mestar afurðir sauðfjárbúa

mbl.is/Árni Torfason

Eiríkur Jónsson, bóndi í Gýgjarhólskoti í Árnessýslu, var með mestar afurðir eftir kind á sauðfjárbúum með fleiri en 100 skýrslufærðar ær. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum skýrsluhaldsins fyrir árið 2012. Meðalafurðir á búinu voru 41,3 kg eftir hverja á.

Eiríkur var einnig efstur árið 2011.  Þar á eftir kom búið á Skjaldfönn við Djúp með 38,3 kg og síðan Bassastaðir á Ströndum með 38,1 kg.

Henning Jóhannesson frá Ytri-Grenivík var efstur ef horft er á alla sem skila skýrslum, en það eru bæði bændur sem eru með stór bú og svokallaðir hobbí-bændur. Henning með 21 kind á fóðrum í fyrravetur. Þær skiluðu að meðaltali 47,2 kg af kjöti og frjósemi var 2,35 lömb eftir hverja á.

Nánar um niðurstöður skýrsluhaldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert