Kosning í formannskjöri að hefjast

Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason tókust í hendur í …
Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason tókust í hendur í kvöld áður en fundurinn hófst. mbl.is/Golli

Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson, sem boðið hafa sig fram til formanns í Samfylkingunni, ræddu við félagsmenn í Samfylkingunni í Félagsheimili Seltjarnarness í kvöld.

Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst næstkomandi föstudag og stendur í 10 daga. Kjörskrá var lokað sl. föstudag, en allmargir hafa skráð sig í flokkinn síðustu daga til að eiga rétt á að kjósa milli frambjóðenda.

Nánar um frambjóðendur í formannskjöri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert