Ný ökuskírteini gilda til 15 ára

mbl.is/Ómar

Ökuskírteini sem gefin verða út eftir 19. janúar næstkomandi gilda til 15 ára í senn. Hingað til hafa ökuskírteini að jafnaði gilt til sjötugs. Breyting á umferðarlögum þess efnis hefur verið samþykkt að því er segir á heimasíðu innanríkisráðuneytisins.

Þessa breytingu má rekja til ákvæða í tilskipunum Evrópuþingsins og Evrópuráðsins frá 2006 um ökuskírteini. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 2008.

Þeir sem þegar eru með ökuskírteini sem gildir til 70 ára aldurs þurfa ekki að hafa áhyggjur næstu árin. Nú liggur fyrir frumvarp í umferðarlögum en í bráðabirgðaákvæði þar segir að ökuskírteini í tilteknum flokkum sem gildi til 70 ára aldurs skuli endurnýja í síðasta lagi 31. desember 2032.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert