Stjórnarskrármálið fallið á tíma

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. mynd/Johannes Jansson/norden.org

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, lét bóka í dag á fundi í allsherjar- og menntamálanefnd, að hún teldi brýnt að ná samstöðu í stjórnarskrármálinu og leggja línur fyrir næsta kjörtímabil. Ekki sé hægt að klára allt málið í vor því sé það fallið á tíma.

Stjórnarskrármálið var í dag tekið út úr nefndinni af meirihluta hennar, en fastanefndir Alþingis hafa verið að fara yfir frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Siv telur áhrif frumvarpsins vera óásættanlega óljós og að málið sé fallið á tíma þar sem einungis 23 þingdagar séu eftir af kjörtímabilinu. Áframhaldandi vinna við frumvarpið í heild sé því drifin áfram af pólitískum ástæðum en ekki af raunsæi. Alþingi eigi nú að freista þess að ná samstöðu um nokkrar mikilvægar framfaragreinar í frumvarpinu og nefnir Siv í því sambandi auðlindaákvæðið og þjóðaratkvæðagreiðsluákvæðin. Með því væri hægt að nýta hluta þeirrar miklu vinnu sem fram hefur farið við undirbúning frumvarpsins. Einnig sé mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir freisti þess að leggja höfuðlínur um hvernig skuli halda á málum á komandi kjörtímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert