Blæðandi þjóðvegur stórhættulegur

Rífa þurfti dekk undan fólksbíl í kvöld til að losa ...
Rífa þurfti dekk undan fólksbíl í kvöld til að losa innri bretti sem höfðu rifnað upp vegna tjörunnar.

Lögreglan á Blönduósi telur ekki annað fært í stöðunni en að vara fólk við því að keyra um Þjóðveg 1 í bæði Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum vegna tjörublæðinga í malbikinu. Lögreglu hefur borist tugir tilkynninga um tjón  og þurfi m.a. í kvöld að rífa dekk undan fólksbíl. Tjaran getur ógnað umferðaröryggi.

Höskuldur Erlingsson varstjóri lögreglunnar á Blönduósi segir að ástandið hafi verið slæmt á föstudag, skánað aðeins yfir helgina en sé nú mjög slæmt. „Við erum búin að fá tvær tilkynningar í kvöld um skemmdir á fólksbílum. Þetta er bara stórhættulegt.“

Rifu dekkin undan bílnum

Skemmdir vegna tjörunnar verða bæði á lakki bílsins sem og í hjólabúnaðinum að sögn Höskuldar. „Ég fór að aðstoða fólk áðan þar sem bæði innri brettin að framan höfðu rifnað upp. Það hlóðst svo mikil tjara á dekkin sem fór svo að slást til og skemmdi brettin. Við urðum að rífa dekkin undan bílnum til þess að ná að klippa innri brettin burt svo hann gæti haldið áfram. Bíllinn var mjög skemmdur því það var líkað búið að slást utan á hann.“

Höskuldur hafði nýlokið við að aðstoða fólkið þegar lögreglu barst önnur tilkynning. „Þá hringdi ökumaður sem hafði verið á norðurleið á splunkunýjum bíl, keyrðan 1500 kílómetra, en þá voru komin göt á báðum brettum að framan og þó nokkuð mikið tjón. Og þær skipta tugum tilkynningarnar.“

Eftir að taka afstöðu til bótaskyldu

Vegagerðin setti í kvöld inn tilkynningu um vetrarblæðingarnar á vef sinn þar sem vegfarendum sem lenda í tjóni vegna blæðinganna er bent á að hafa samband við Sjóvá og fylla út tjónaskýrslu. Í framhaldi af því verði tekin afstaða til bótaskyldu. Telur Vegagerðin líklegt að orsakavaldurinn sé samspil þess að undanfarið hefur skipst á þýða og frost samhliða því að mikið hefur verið saltað og sandað.

„Allt þetta þarfnast skoðunar og rannsóknar. Atvik sem þessi eru ekki algeng en erfitt er að bregðast við, ólíklegt er talið að það dugi að sanda þessi blæðingasvæði þótt það virki ágætlega á blæðingar að sumri til. En þær eru allt annars eðlis,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Dekkin missa allt grip

„Við getum ekkert annað en varað fólk við því að vera á ferli á meðan þetta ástand varið því það getur setið uppi með tjón á bílunum sínum. Þannig er bara staðan, það leynir sér ekkert að bílar eru farnir að skemmast verulega út af þessu“ segir Höskuldur. 

Auk skemmda getur tjaran ógnað umferðaröryggi því margir hafa lent í því að þykkt lag af tjöru sest munstrið á dekkjunum sem verða alveg slétt. Höskuldur segir ökumenn finna að þeir missi gripið á veginum. Enn sem komið er er þó ekki vitað til þess að óhöpp hafi orðið í umferðinni vegna þessa.

Vandinn er hins vegar sá að blæðingarnar eru á löngum kafla þjóðvegar númer 1 þar sem umferð er mikil og eiga margir þess ekki kost að fara annars staðar. Að sögn Höskuldar hefur ástandsins orðið vart allt frá Blönduósi til Hrútafjarðar. Hann segir erfitt að ætlast til þess að fólki að ferðast ekki um Hringveginn nema nauðsyn beri til, en það þurfi allavega að vera upplýst um að það geti lent í skemmdum.

„Ég keyrði sjálfur þarna um hluta vegarins í kvöld og þetta er bara eins og hraun. Tjöruklessur um allan veg og ekkert eins og það á að vera.“

Vegagerðin vonast til þess að ástandið batni þegar kólni í veðri. Vegagerðin bendir á að eigendur bíla sem tjara sest á í miklum mæli geti fengið beiðni fyrir þrifum hjá Vegagerðinni. Fara þarf á næstu starfsstöð Vegagerðarinnar og láta skoða bílinn.

Vegurinn að flettast upp

Þykkt lag af tjöru sest í munstrið á dekkjunum sem ...
Þykkt lag af tjöru sest í munstrið á dekkjunum sem verða alveg slétt og missa allt grip á veginum.
Tjöruskemmdir hafa orðið bæði á flutningabílum og fólksbílum.
Tjöruskemmdir hafa orðið bæði á flutningabílum og fólksbílum.
mbl.is

Innlent »

Halldór gefur ekki kost á sér

18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »

Jeppi út af blautum malarvegi

17:51 Jeppabifreið valt við Þórisvatn á Héraði á fjórða tímanum í dag en sjö voru um borð í honum, fimm fullorðnir og tvö börn.  Meira »

Reykjavík í 37. sæti

17:34 Reykjavík er í 37. sæti yfir lífvænlegustu borgir heims ef marka má úttekt tímaritsins Economist. Hefur borgin stokkið upp um 15 sæti frá því árið 2015 er borgin sat í 52. sæti. Meira »

Allt að 97% verðhækkun

17:32 Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hefur hækkað milli ára þar sem mest hækkun var heil 97%. Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á flestum nýjum námsbókum sem voru í könnunum ASÍ í fyrra á meðan allar verð Bókabúðarinnar Iðnú hafa lækkað. Meira »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í ágúst. Allt til alls. Ve...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...