Blæðandi þjóðvegur stórhættulegur

Rífa þurfti dekk undan fólksbíl í kvöld til að losa ...
Rífa þurfti dekk undan fólksbíl í kvöld til að losa innri bretti sem höfðu rifnað upp vegna tjörunnar.

Lögreglan á Blönduósi telur ekki annað fært í stöðunni en að vara fólk við því að keyra um Þjóðveg 1 í bæði Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum vegna tjörublæðinga í malbikinu. Lögreglu hefur borist tugir tilkynninga um tjón  og þurfi m.a. í kvöld að rífa dekk undan fólksbíl. Tjaran getur ógnað umferðaröryggi.

Höskuldur Erlingsson varstjóri lögreglunnar á Blönduósi segir að ástandið hafi verið slæmt á föstudag, skánað aðeins yfir helgina en sé nú mjög slæmt. „Við erum búin að fá tvær tilkynningar í kvöld um skemmdir á fólksbílum. Þetta er bara stórhættulegt.“

Rifu dekkin undan bílnum

Skemmdir vegna tjörunnar verða bæði á lakki bílsins sem og í hjólabúnaðinum að sögn Höskuldar. „Ég fór að aðstoða fólk áðan þar sem bæði innri brettin að framan höfðu rifnað upp. Það hlóðst svo mikil tjara á dekkin sem fór svo að slást til og skemmdi brettin. Við urðum að rífa dekkin undan bílnum til þess að ná að klippa innri brettin burt svo hann gæti haldið áfram. Bíllinn var mjög skemmdur því það var líkað búið að slást utan á hann.“

Höskuldur hafði nýlokið við að aðstoða fólkið þegar lögreglu barst önnur tilkynning. „Þá hringdi ökumaður sem hafði verið á norðurleið á splunkunýjum bíl, keyrðan 1500 kílómetra, en þá voru komin göt á báðum brettum að framan og þó nokkuð mikið tjón. Og þær skipta tugum tilkynningarnar.“

Eftir að taka afstöðu til bótaskyldu

Vegagerðin setti í kvöld inn tilkynningu um vetrarblæðingarnar á vef sinn þar sem vegfarendum sem lenda í tjóni vegna blæðinganna er bent á að hafa samband við Sjóvá og fylla út tjónaskýrslu. Í framhaldi af því verði tekin afstaða til bótaskyldu. Telur Vegagerðin líklegt að orsakavaldurinn sé samspil þess að undanfarið hefur skipst á þýða og frost samhliða því að mikið hefur verið saltað og sandað.

„Allt þetta þarfnast skoðunar og rannsóknar. Atvik sem þessi eru ekki algeng en erfitt er að bregðast við, ólíklegt er talið að það dugi að sanda þessi blæðingasvæði þótt það virki ágætlega á blæðingar að sumri til. En þær eru allt annars eðlis,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Dekkin missa allt grip

„Við getum ekkert annað en varað fólk við því að vera á ferli á meðan þetta ástand varið því það getur setið uppi með tjón á bílunum sínum. Þannig er bara staðan, það leynir sér ekkert að bílar eru farnir að skemmast verulega út af þessu“ segir Höskuldur. 

Auk skemmda getur tjaran ógnað umferðaröryggi því margir hafa lent í því að þykkt lag af tjöru sest munstrið á dekkjunum sem verða alveg slétt. Höskuldur segir ökumenn finna að þeir missi gripið á veginum. Enn sem komið er er þó ekki vitað til þess að óhöpp hafi orðið í umferðinni vegna þessa.

Vandinn er hins vegar sá að blæðingarnar eru á löngum kafla þjóðvegar númer 1 þar sem umferð er mikil og eiga margir þess ekki kost að fara annars staðar. Að sögn Höskuldar hefur ástandsins orðið vart allt frá Blönduósi til Hrútafjarðar. Hann segir erfitt að ætlast til þess að fólki að ferðast ekki um Hringveginn nema nauðsyn beri til, en það þurfi allavega að vera upplýst um að það geti lent í skemmdum.

„Ég keyrði sjálfur þarna um hluta vegarins í kvöld og þetta er bara eins og hraun. Tjöruklessur um allan veg og ekkert eins og það á að vera.“

Vegagerðin vonast til þess að ástandið batni þegar kólni í veðri. Vegagerðin bendir á að eigendur bíla sem tjara sest á í miklum mæli geti fengið beiðni fyrir þrifum hjá Vegagerðinni. Fara þarf á næstu starfsstöð Vegagerðarinnar og láta skoða bílinn.

Vegurinn að flettast upp

Þykkt lag af tjöru sest í munstrið á dekkjunum sem ...
Þykkt lag af tjöru sest í munstrið á dekkjunum sem verða alveg slétt og missa allt grip á veginum.
Tjöruskemmdir hafa orðið bæði á flutningabílum og fólksbílum.
Tjöruskemmdir hafa orðið bæði á flutningabílum og fólksbílum.
mbl.is

Innlent »

Viðvörun áfram í gildi fram eftir degi

07:30 Búast má við norðvestanátt á austaverðu landinu í dag, 15-23 m/s og éljum. Með deginum á að draga úr vindi og úrkomu og á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu veðri á Austurlandi. Frost víða 3 til 8 stig. Meira »

Fangageymslur lögreglu fullar

07:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna eftirför á fimmta tímanum í nótt. Sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum og hófst því eftirför. 60 mál komu í heildina upp hjá embættinu og eru fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

05:30 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Netárásir eru vaxandi atvinnugrein

05:30 Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira »

Kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

05:30 Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira »

Dregur úr skattbyrðinni

05:30 Hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi var 36,4% í fyrra, sem skilaði landinu í 15. sæti OECD-ríkja. Alls 35 ríki eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Meira »

Valsmenn klofnir í herðar niður

05:30 Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira »

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

05:30 Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira »

Léku í auglýsingu Iceland-keðjunnar

05:30 Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í fyrsta skipti á stórmót greip breska verslunarkeðjan Iceland Foods tækifærið og fór í auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem landsliðsmennirnir komu við sögu. Meira »

Vilja vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn

05:30 „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar að skapa almennilegt búsetuúrræði fyrir erlenda starfsmenn og hins vegar að létta aðeins á þessum fasteignamarkaði,“ segir Eiríkur Ingvar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Somos ehf. Meira »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi úr stjórn Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...