Ólafur Ragnar: Aðild ekki forsenda hagsældar

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við Bloomberg News í Davos, Sviss, að velgengni Íslands sýni það að aðild að Evrópusambandinu er ekki forsenda hagsældar. Ólafur segir að ummæli forsætisráðherra Breta um að hann hyggist boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild Bretlands að ESB fyrir lok 2017, sýni hversu mikið Bretar efist um sambandið.

Í viðtalinu segir Ólafur Ragnar að Noregur og Ísland séu sér á báti í Evrópu hvað varðar efnahagsbata í kjölfar kreppunnar. „Svo það er erfitt að halda því fram að til að ná árangri þurfi ríki að vera í Evrópusambandinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert