Þór ekki ofarlega á lista

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mun ekki taka eitt af þremur efstu sætunum á lista Dögunar í komandi þingkosningum en hann situr í uppstillingarnefnd. Þetta þýðir væntanlega að hann muni hætta á þingi í vor.

Hann segir reglur Dögunar kveða á um að þeir sem sitji í uppstillingarnefnd taki ekki eitt af þremur efstu sætunum á listum. En það að hann hafi tekið sæti í uppstillingarnefnd sýni kannski að hann hafi ekki haft mikinn áhuga á því að vera áfram á þingi.

Í samtali við mbl.is segir Þór að hann hafi fengið nóg af íslenskri stjórnmálamenningu og að Alþingi sé steinrunnin stofnun. Svo virðist sem ekki sé hægt að koma á endurbótum þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki verið í lagi í langan tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert