Ragnheiður Elín í fyrsta sæti

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Ragnheiður Elín Árnadóttir er í fyrsta sæti með 726 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en prófkjörið fór fram í gær. Talin hafa verið 1091 atkvæði.

Unnur Brá Konráðsdóttir er í öðru sæti með 398 atkvæði í 1.-2. sæti. Ásmundur Friðriksson er í þriðja sæti með 439 atkvæði í 1.-3. sæti.

Vilhjálmur Árnason er í fjórða sæti með 375 atkvæði í 1.-4. sæti.

Geir Jón Þórisson er með 589 atkvæði í 1.-5. sæti.

Aðrir frambjóðendur hafa hlotið færri atkvæði.

Auk Ragnheiðar Elínar sóttist Árni Johnsen eftir fyrsta sæti auk Kjartans Þ. Ólafssonar, fyrrverandi alþingismanns. Ennfremur sækist Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur, eftir forystusæti á listanum. Ragnheiður Elín er núverandi oddviti listans.

Auk þeirra fimm efstu eru Árni Johnsen alþingismaður, Friðrik Sigurbjörnsson, nemi og varabæjarfulltrúi, Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur, Hulda Rós Sigurðardóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu, Kjartan Þ. Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður, Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri, Magnús Ingberg Jónsson atvinnurekandi, Oddgeir Ágúst Ottesen hagfræðingur, Reynir Þorsteinsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali og Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður og sveitarstjórnarmaður í framboði.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert