Björgólfur Thor: „Grýla gamla er loksins dauð“

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn

„Grýla gamla er loksins dauð! Ísland vann fullnaðarsigur fyrir EFTA-dómstólnum í Icesave-málinu,“ skrifar fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson á bloggsíðu sína.

Björgólfur segir að frá upphafi hafi hann haldið því fram að eignir Landsbankans dygðu fyrir Icesave. Hann segir að staða Landsbankans hafi verið einsdæmi í heiminum.

„Hverjir sáu sér hag í því að gera ógnvekjandi Grýlu úr Icesave? Getur verið að það hafi hentað ýmsum stjórnmálamönnum vel að sameina þjóðina í ofsafengnum viðbrögðum við sameiginlegum óvini? Er ekki hugsanlegt að ýmis önnur mál hafi fallið í gleymsku og dá á meðan menn froðufelldu um þá þrælakistu sem biði íslenskra barna? Eru menn núna reiðubúnir að skoða hverjir það voru, sem sáu sér hag í að vekja skelfingu hjá þjóðinni, í stað þess að segja sannleikann um Landsbankann og stöðu hans?

Þetta er sannarlega ánægjulegur dagur og vonandi markar hann upphaf nýrra tíma í umræðunni eftir hrun,“ segir Björgólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert