Forseti fundaði um Icesave

Kristján Andri Stefánsson og Tim Ward með Ólafi Ragnari Grímssyni.
Kristján Andri Stefánsson og Tim Ward með Ólafi Ragnari Grímssyni. Ljósmynd/forseti.is

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fund með Tim Ward málflutningsmanni Íslands í Icesave-málinu og Kristjáni Andra Stefánssyni sem var í málflutningsteyminu. Á vefsvæði forsetans segir að niðurstaðan í Icesave-málinu sé sigur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu.

Á fundinum var rætt um niðurstöður EFTA-dómstólsins í Icesave málinu, sterkan málstað Íslands, afleiðingar fyrir umræður og stefnumótun innan Evrópusambandsins og á vettvangi alþjóðlegs fjármálasamstarfs, að því er kemur fram á vefsvæði forsetans.

„Einnig var rætt um mikilvægi hinnar lýðræðislegu samstöðu, hreyfingarnar sem kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig Icesave hafi í hugum fólks víða í Evrópu og annars staðar í veröldinni orðið að brennidepill glímunnar milli hagsmuna fjármálamarkaðar annars vegar og lýðræðislegs vilja og réttar fólksins hins vegar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert