Um þriðjungur félagsmanna kaus

Kosið er á milli Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar.
Kosið er á milli Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. mbl.is/Golli

Rúmlega 5500 félagsmenn í Samfylkingunni tóku þátt í rafrænni kosningu í formannskjöri, en kosningu lauk í gær. Rétt til að kjósa höfðu rúmlega 18.000 félagsmenn og því tók um þriðjungur þátt í kosningunni.

Einnig var hægt að kjósa bréflega og í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að einhver bréfleg atkvæði eiga eftir að berast með pósti.

Úrslit munu liggja fyrir laugardaginn 2. febrúar á landsfundi Samfylkingarinnar í Valsheimilinu Hlíðarenda en kjöri formanns verður lýst rétt fyrir hádegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert